VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.

Við ætlum að gera smávæginlegar breytingar í sumar, breyta flokkaskiptingu og brautaskiptingu.

Fjórir mánuðir í stað þriggja / Maí, Júní, Ágúst, September / frí í Júlí

Frá kl 18:00 – 19:00
50cc – 65cc  / Minni hópur / keyrir í 85 brautinni í stað byrjendabrautar sem er slétt.
* Þetta er gert til að hafa æfingar fjölbreyttari og til þess að ná meiri árangri úr litla fólkinu okkar.

Frá kl 19:00 – 20:00
85cc – 125cc / Stærri hópur / keyrir í stóru brautinni í stað þess að nota 85 brautina.
* Okkur fannst vera orðinn lítil bæting á hópnum okkar síðasta sumar og við fórum að hugsa hvað við gætum gert til þess að laga það. Okkur fannst í fyrsta lagi að við þyrftum að hleypa þeim í stóru brautinna til þess að ná meira úr æfingunum þar sem flestir hafa verið með okkur um nokkurt skeið og yfirleitt alltaf hjólað í litlu brautinni þá fannst okkur kominn tími á að stækka hópinn aðeins líka þar sem nokkrir af okkar hóp hafa farið yfir á 125cc og allt í einu er ekkert fyrir Þá.
Nú getum við einnig tekið við fleiri ökumönnum bæði 85cc og 125cc ásamt því að þeir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur um framhaldið. Það verður kennt í stóru brautinni í Bolöldu og Álfsnesi ásamt þess að Enduro svæðið verður notað líka.

50-65 flokkur
Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson munu sjá um æfingar fyrir minnstu púkana á 50-65 cc hjólum eða aldurinn ca 6-10 ára. Þessi hópur fær létta leiðsögn sem byggir mikið á því að gera hjólið að skemmtilegu leiktæki. Áhersla verður á öryggi og að ökumaðurinn læri vel á öll grunn- og öryggisatriði hjólamennskunnar áður en lengra er haldið.

85/125 flokkur
Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson munu sjá um æfingar fyrir 85 cc flokkinn (85 2t / 150 4t / 125 2t) eða aldurinn 11-16 ára. Farið verður í helstu grunnatriði í hjólatækni s.s. líkamsbeitingu, beygju og bremsutækni, stökkæfingar, öryggi í brautum og almenna umgengni við hjólið og aðra ökumenn.

Æfingar eru á Mánudögum & Miðvikudögum

Verð:
40.000.- Sumarið / Hægt að nota ÍTR kortið
15.000.- Stakur mánuður
2.500.- Stök æfing

– Fyrsta æfing er 7.Maí í Bolöldu kl 18:00

Námskeiðið getur verið fljótt að bókast upp þanning að endilega skráið ykkur sem fyrst á namskeid@motocross.is

Gunnlaugur Karlsson S: 6610958
Helgi Már Hrafnkellson S: 6928919


Sumarið 2011

Aron Berg aðstoðarþjálfari að hjálpa til

Frá því í vetur

Ein hugrenning um “VÍK æfingar sumarið 2012”

  1. Kæri snillingur
    Var að keyra framhjá Rauðvatni um 13:00. Á reiðveginn sem liggur meðfram vatninu var snillingur á KTM (Exc,2007- með vetrar enduro-kastara og tösku á afturbrettinu) á blastinu…..fólk á göngustígnum fyrir neðan, rykið lagði yfir umferðina, sem var mikil. Allavega var hann ekki að læðast slóðan á götuskráða hjólinum sínu fyrir neðan þjóðveginn.Það tóku ALLIR eftir þessu sem voru nálægt. Það væri við hæfi að hvísla hátt í eyrað á viðkomandi, þeir mega endilega gera það sem gætu þekkt viðkomandi
    Frábær auglýsing fyrir hjólafólk……takk snillingur

Skildu eftir svar