Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Sölvi B. Sveinsson að skemmta sér í MotoMos

Árskortin eru komin í sölu fyrir árið 2012 og marg borgar það sig fyrir hjólandi einstaklinga að kaupa slíkt.  Verðskráin fyrir árið 2012 er eftirfarandi:

  • 25. 000 kr. fyrr utan félagssmenn
  • 20.000 kr. fyrir félagsmenn
  • 15.000 kr. kort númer 2 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu
  • 10.000 kr. kort númer 3 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu (er þá búið að kaupa tvö kort fyrir)
  • 12.000 kr. kort fyrir 85 cc hjól og minni fyrir félagsmann
  • 10.000 kr. kort númer 2 fyrir 85cc innan sömu fjölskyldu

Til að kaupa árskort þarf að senda póst á motomos@internet.is og Bryndís mun sjá um rest ásamt að upplýsa um reikning MotoMos til að greiða fyrir árskortin.

Félagsgjaldið er 5.000 kr. fyrir einstakling en 8.000 kr. fjölskyldugjald óháð fjölda.  Það er hagur fyrir þá sem hjóla að vera félagi og þarf sá sem hefur hug á að keppa t.d. á Klaustri eða í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi eða enduro-cross country að vera skráður félagi í klúbb.  Seðlar fyrir félagsgjöldum hafa verið sendir út og stofnast krafa á þá sem eru í heimabanka.  Ef breyta þarf í fjölskyldugjald að þá þarf að senda póst á motomos@internet.is og við munum laga það ásamt að upplýsa um reikning til að borga inn fjölskyldugjaldið.

MotoMos er búið að koma upp þvottaaðstöðu og verða tvær háþrýstidælur til afnota fyrir iðkendur í sumar og er ein nú þegar komin í notkun.  Lítilsháttar gjald verður rukkað fyrir notkun á dælunum og er það 100 kr. fyrir 5 mínútur og er það gert með að borga í sjálfsala.  Er það eingöngu gert til að standa undir kostnaði við dælurnar.  MotoMos verður með lokað kvöld einu sinni í viku þar sem félagsmenn geta eingöngu komið og hjólað ásamt að fá leiðsögn hjá þjálfara sér að kostnaðarlausu en þurfa að kaupa miða í braut ef þeir eiga ekki árskort.  Nánari upplýsingar um það verða settar á netið þegar það er frágengið og verður það auglýst sérstaklega.  Einnig munum við upplýsa ákveðin opnunartíma á brautinni eftir nokkra daga.

Næstu daga verður farið í frekari vinnu á svæðinu og er stefnan sett á að búa til barnabraut fyrir 65/85cc hjól sem verður viðvarandi.  Einnig verður sáð grasfræjum í kringum brautina og gróðursett tré.  Lítilsháttar breyting verður gerð á aðalbrautinni og verður hún lengd lítillega.  Vökvunarkerfið er ekki komið í gang ennþá en um leið og hætta á næsturfrosti er úr sögunni, að þá verður hægt að setja upp búnaðinn og hefja notkun á honum.

MotoMos
Brautin í MotoMos eins og hún leit út 13 apríl

 

Skildu eftir svar