Þá er komið að því, keppnin er á morgun, Laugardag.
Til að allt gangi upp á keppnisdegi þarf ýmislegt að vera á hreinu.
Keppendum/ aðstandendum er skylt að skaffa mannesku í flöggun. Einungis er um að ræða flöggun tvisvar yfir daginn. Flöggunarpappírum er útdeilt við skoðun.
Hafa skráningarplötur/ skírteini og tryggingarpappíra meðferðis í skoðun. Munið eftir því að í skoðun skal hjól vera í lagi, legur, plöst, handföng. Gott væri ef fólk er með keppnisreglur á hreinu sjá HÉR. Ekki má heldur gleyma góða skapinu. Ekki væri nú verra að keppendur prentuðu út þátttökuyfirlýsinguna og kæmu með hana útfyllta. Aldrei verður of oft minnt á að dagskrána er gott að hafa við hendina.
Síðan þurfa allir að vera tilbúnir í að aðstoða til að allt gangi eins og smurð vél. Ekki gleyma að hvetja keppendur það gefur svo mikið aukalega.
Gaman saman. Keppnisstjórn VÍK.