Viktor Guðbergsson tryggði sér sigur í fyrstu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi í dag. Hann og Aron Ómarsson unnu sitthvort motoið en þar sem Viktor vann seinna motoið, vann hann sigur í keppninni. Ríkjandi Íslandsmeistari, Eyþór Reynisson, féll af hjólinu í fyrra motoinu og tognaði á öxl en í fyrstu var óttast um að hann hafi viðbeinsbrotnað.
Ingvi Björn Birgisson sigraði í MX-Unglinga svo keppti hann einnig í MX2 flokknum og vann hann einnig. Hann varð 4. í MX-Open.
Hér eru úrslit frá í dag.
MX-Open
- Viktor Guðbergsson
- Aron Ómarsson
- Kári Jónsson
- Ingvi Björn Birgisson
- Sölvi Borgar Sveinsson
- Hjálmar Jónsson
- Bjarki Sigurðsson
- Kjartan Gunnarsson
- Björgvin Jónsson
- Daði Erlingsson
MX-Unglinga
- Ingvi Björn Birgisson
- Hinrik
- Guðbjartur
40+
- Ragnar Ingi Stefánsson
- Reynir Jónsson
- Haukur Þorsteinsson
B-flokkur
- Atli Már Guðnason
- Jóhann Smári Gunnarsson
- Michael Benjamin David
85-flokkur
- Hlynur Örn Hrafnkelson
- Þorsteinn Helgi Sigurðarson
- Oliver Örn Sverrisson
Kvenna
- Bryndís Einarsdóttir
- Aníta Hauksdóttir
- Signý Stefánsdóttir
MX2
- Ingvi Björn Birgisson
- Hjálmar Jónsson
- Kjartan Gunnarsson
Nánari úrslit má finna hér á MyLaps
Þáttur um Bolaöldu keppnina er að finna á vef RÚV hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/motokross/03062012