Á morgun ætla þeir Róbert, Haukur og fleiri að taka til hendinni í slóðakerfinu og ma. að laga brekkurnar yfir í og upp úr Bruggaradalnum. Brekkurnar eru orðnar mjög grýttar og erfiðar og sérstaklega núna þegar allt er svona þurrt. Við ætlum því að leigja litla gröfu til að hreinsa grjótið úr slóðinni. Samhliða því væri virkilega vel þegið að fá hjálp við að raka og týna laust grjót úr brekkunum. Vinna hefst strax í fyrramálið en vinnukvöldið verður ca á milli 18 og 21 og öll aðstoð er vel þegin. Svæðið í Bruggaradalnum er virkilega skemmtilegt og frábært svæði fyrir byrjendur en brekkurnar eru ekki fyrir hvern sem er.
Af öðru er það annars helst að þessi a#$$%& þurrkur er að gera alla geðveika og ekkert vökvunarkerfi ræður við svona veður. Undanfarið hefur kerfið gengið nánast allan sólarhringinn þannig að það er raki í brautinni alls staðar þar sem við náum að vökva. Brautin er vökvuð á nóttunni líka og morgnarnir eru því oft mjög góðir. En við þurfum að gera betur og þvi munum við styrkja vökvunarkerfið verulega á næstunni, bæta við fleiri stútum og auka afköstin.
Einnig eru plön um að búa til nýjan kafla í stóru brautina á flatanum hægra megin við startið. Þar er góður jarðvegur (blanda af mold og sandi og lítið grjót) og því gæti þetta orðið skemmtileg viðbót þegar þetta verður tilbúið.