Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fór fram í Akrabraut á Akranesi í gær. Þetta var fyrsta skipti sem Íslandsmót var haldið í brautinni og voru aðstæður mjög fínar, glæsileg braut og góð umgjörð og ekki skemmdi stórfínt veður.
Að þessu sinni voru nokkuð færri keppendur en vanalega í flestum flokkum. Í toppbaráttunni í MX-Open vantaði 3 ökumenn en Eyþór Reynisson og Bjarki Sigurðsson verða frá út sumarið vegna meiðsla en Aron Ómarsson var frá vegna vinnu. Í flokknum var Viktor Guðbergsson með talsverða yfirburði og Sölvi Borgar Sveinsson og Björgvin Jónsson náðu á pall í fyrsta skipti. Viktor er þó ekki alveg búinn að landa titlinum þrátt fyrir góða forystu í Íslandsmóitnu, því í ár gilda 5 umferðir af 6 til Íslandsmeistara.
MX Open
- Viktor Guðbergsson
- Sölvi Borgar Sveinsson
- Björgvin Jónsson
MX2
- Björgvin Jónsson
- Ingvi Björn Birgisson
- Hjálmar Jónsson
MX Unglingaflokkur
- Hinrik Ingi Óskarsson
- Guðbjartur Magnússon
- Ingvi Björn Birgisson
85cc
- Þorsteinn Helgi Sigurðarson
- Kári Tómasson
- Hlynur Örn Hrafnkelsson
40+
- Ragnar Ingi Stefánsson
- Reynir Jónsson
- Jón Kristján Jacobsen
B-flokkur
- Jóhann Smári Gunnarsson
- Ernir Freyr Sigurðsson
- Haraldur Björnsson
Kvennaflokkur
- Signý Stefánsdóttir
- Aníta Hauksdóttir
- Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir