Úrslit frá Skaganum

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fór fram í Akrabraut á Akranesi í gær. Þetta var fyrsta skipti sem Íslandsmót var haldið í brautinni og voru aðstæður mjög fínar, glæsileg braut og góð umgjörð og ekki skemmdi stórfínt veður.

Að þessu sinni voru nokkuð færri keppendur en vanalega í flestum flokkum. Í toppbaráttunni í MX-Open vantaði 3 ökumenn en Eyþór Reynisson og Bjarki Sigurðsson verða frá út sumarið vegna meiðsla en Aron Ómarsson var frá vegna vinnu. Í flokknum var Viktor Guðbergsson með talsverða yfirburði og Sölvi Borgar Sveinsson og Björgvin Jónsson náðu á pall í fyrsta skipti. Viktor er þó ekki alveg búinn að landa titlinum þrátt fyrir góða forystu í Íslandsmóitnu, því í ár gilda 5 umferðir af 6 til Íslandsmeistara.

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Björgvin Jónsson

MX2

  1. Björgvin Jónsson
  2. Ingvi Björn Birgisson
  3. Hjálmar Jónsson

MX Unglingaflokkur

  1. Hinrik Ingi Óskarsson
  2. Guðbjartur Magnússon
  3. Ingvi Björn Birgisson

85cc

  1. Þorsteinn Helgi Sigurðarson
  2. Kári Tómasson
  3. Hlynur Örn Hrafnkelsson

40+

  1. Ragnar Ingi Stefánsson
  2. Reynir Jónsson
  3. Jón Kristján Jacobsen

B-flokkur

  1. Jóhann Smári Gunnarsson
  2. Ernir Freyr Sigurðsson
  3. Haraldur Björnsson

Kvennaflokkur

  1. Signý Stefánsdóttir
  2. Aníta Hauksdóttir
  3. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

 

Skildu eftir svar