Góð mæting á barna- og unglinganámskeiði AÍH

Annar tíminn í barna- og unglinganámskeið AÍH var haldinn í gærkvöld. Var góð mæting og krakkarnir spenntir að læra nýja hluti. Gulli og Gummi fóru yfir líkamsbeitingu og staðsetningu ökumanns á hjólinu. Fengu krakkarnir að sitja á hjólunum og var þeim

 persónulega leiðbeint hverju og einu.  Krakkarnir voru til sóma.  Takk fyrir góða mætingu og þátttöku.  Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu.

 
Stjórn AÍH.

Skildu eftir svar