Enda var allt að gerast. Krakkamót var í 85cc brautinni sem að þjálfarar félagsins sáu um í dyggri umsjá Pálmars P. Gaman að sjá framtíðina takast á brautinni, þvílík ánægja og áhugi sem skín af þessum krökkum. Allir fengu verðlaun og medalíur, Bína Bleika verðlaunaði síðan alla keppendur með pylsum og gosi í lokin. Einnig var gaman að sjá hversu virkir foreldrarnir eru í barnastarfinu.
Í framhaldi af þessu verður næsta æfing á mánudaginn opin fyrir alla krakka sem vilja koma og læra meira og hjóla betur.
Eins og sést á forsíðumyndinni þá hefur húsið tekið stórkostlegum breytingum, búið er að klæða 3/4 af húsinu og hefur einvalalið staðið sig frábærlega þar.
Brautin verður opin í dag frá 16.00 – 21.00. Svo er það stóri vinnudagurinn á morgun, Föstudag. Við þurfum að klára frágang í kringum brautina ofl. Okkur sárvantar fólk til að aðstoða okkur. Vinnutíminn er frá 18:00 gerum ráð fyrir að klára þetta á 2 klst.
Hvert á maður að koma á mánudaginn með krakka sem vilja koma og læra????
Mæting er í Bolaöldu kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85/125cc.
Kveðja,
Helgi Már