Í tilefni af því að það styttist í lokahóf MSÍ þar sem eitísboltinn Siggi Hlö ætlar að sjá um fjörið þá ætlum við að vera með smá nostalgíu og höfum sett af stað 80´s ljósmyndakeppni. Við leitum að myndum af fólki úr okkar hópi frá þessu tímabili. Þannig að ef það eru til myndir af túberuðu hári, herðapúðum, snjóþvegnum gallabuxum, grifflum. eyliner og hvað allt þetta nú heitir þá er um að gera að senda hana inn. Þetta er kannski ósangjart gagnvart þeim sem ekki náðu að upplifa þetta einstaka tímabil, en þeir geta samt tekið þátt því það er sá sem sendir inn myndina sem fær vinninginn.
Verðlaunin eru glæsilegt, árskort í Bolaöldubrautina í boði VÍK.
Sendið myndina á msveins@simnet.is. Takið fram hver er á myndinni og hver sé sendandi.
Myndirnar verða svo sýndar á lokahófinu og dómnefnd veitir verðlaun fyrir þá bestu.