Þessi fimmti dagur Dakar rallsins byrjaði ansi gróft fyrir hjólin en þau fóru ekki sömu sérleið og bílarnir í dag, hjólin fóru 136km sérleið sem byrjaði strax og endaði svo á 274km ferjuleið í mark. Fyrstu 80km voru í gegnum þröngar leiðir í fjöllunum og var oft á tíðum ansi stórgrýtt svo það varð að gæta þess að sprengja ekki, einnig var leiðin villugjörn og lentu ansi margir í vanda með það.
Frönsku liðsfélagarnir David Casteu(Yamaha) og Olivier Pain(Yamaha) sýndu klærnar í dag og komu fyrstir í mark.
David Casteu(Yamaha) bæti enn einum sérleiðarsigri í safnið og kom rúmri mín á undan Olivier Pain(Yamaha) en hann heldur ennþá forustu í heildina með rúma mín á liðsfélaga sinn og rúmum 6 mín á Cyril Despres(KTM).
En það gekk illa hjá sigurvegara gærdagsins Joan Barreda(Husqvarna) en hann lenti í villu og einnig í bilunum með hjólið, stoppaði það nokkrum sinnum og virtist það vera eitthvað tengt bensíni, kom hann 3 tímum á eftir fyrsta manni í mark og lítur framhaldið ekki vel út hjá honum sem er miður þar sem hann var að standa sig frábærlega. Er hann sem stendur í 59 sæti.
Spánverjinn Juan Pedrero(KTM) kom svo þriðji í mark en hann hefur verið að hanga í rétt aftan við toppmennina, náði meira að segja 2 sæti á degi tvö.
Fjórði í dag var nýtt andlit, ítalinn Alessandro Botturi(Husqvarna) en þetta er hans annað Dakar rall, hann kláraði í 8 sæti í fyrra en núna hefur hann verið að daðra við topp 12, þarf greinilega að hafa aðeins auga með honum.
Cyril Despres(KTM)virðist ætla að sigla þetta frekar létt í gegn, hefur ekki ennþá sigrað sérleið í ár en heldur sér í 3 sæti í heildina ekki ýkja langt frá toppnum. Hann veit örugglega hvað hann er að gera, kann þetta eftir að hafa keppt í Dakar 11 sinnum áður og þar af unnið 4 sinnum.
Hinn 44 ára norski frændi okkar Pal Anders-Ullevalseter(KTM) átti heldur ekki góðan dag, tapaði áttum inná leiðinni ásamt fleirum og kom í mark í 45 sæti, 22 mín á eftir fyrsta manni, setur það hann í 22 sæti yfir heildina. Íslandsvinur okkar Simon Pavey(Husqvarna) kom í mark í 64 sæti, er hann nú í 79 sæti yfir heildina.
David Casteu(Yamaha) sagði við komuna í mark í dag þetta „sérleiðin sem ég vann 2010 virðist vera svo langt að baki, ég hef alltaf sagt við sjálfan mig að vinna sérleið sér frábært. Ég meina, að vinna sérleið þegar flestir hjólarar eru ennþá inni er stórkostlegt. Sérleið dagsins var 136km svo þetta var langur sprettur, ég er mjög hamingjusamur með daginn. Ég er mjög sáttur við hjólið, mér líður vel á því og þetta er allt að smella saman. Ég er orðin 38 ára gamall og tek hvern dag fyrir sig og ætla að hafa gaman að þessu, ég elska að gefa allt í botn“.
Olivier Pain(Yamaha) sagði þetta „ég var mjög stressaður í morgun þegar við vorum að leggja af stað, var hræddur við að gera mistök sem fólk myndi svo tala um að ég hefði ekki þolað pressuna, ég reyndi að halda góðri einbeittingu, gerði smá mistök og tapaði áttum en náði að leiðrétta þau fljótt, ég varð aldrei var við Joan Barreda(Husqvarna) svo við vorum greinilega ekki alveg á sömu leið, reyndar varð ég ekki var við marga, tók eftir að David Casteu(Yamaha) var farin að nálgast mig um miðbik leiðarinnar en ég jók bilið undir lokin. Þetta var skemmtileg leið en varasöm á köflum vegna alls grjótsins en hlykkjaðist líka skemmtilega í gegnum fjallið, ég er ennþá með forustu í heildina og er mjög sáttur við það.
Staðan í hjólaflokki eftir dag 5 er því svona:
1.sæti: Olivier Pain(Yamaha)……….11:51:29
2.sæti: David Casteu(Yamaha)……….+1:15mín
3.sæti: Cyril Despres(KTM)…………+6:07mín
4.sæti: Ruben Faria(KTM)………….+13:34mín
5.sæti: Jordi Viladoms(Husqvarna)….+13:36mín
Í fjórhjólaflokki hefur Yamaha ráðið öllu síðustu ár svo það er kannski ekki skrítið að meistarinn Marcos Patronelli(Yamaha) hafi valið það enda hefur hann unnið allar sérleiðar nema fyrstu. Þessi argentínumaður vann Dakar 2010 og það virðist allt ganga honum í haginn núna, eini keppandinn sem hefur verið að veita honum einhverja keppni er landin hans Sebastian Husseini(Honda)en hann lenti í vélarbilunum í dag og kom 28 í mark rúmum 4 tímum á eftir honum.
Pólverjinn Lukasz Laskawiec(Yamaha) kom annar í mark og Chilebúinn Ignacio Nicilas Casale(Yamaha) var svo þriðji.
Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 5 er því svona:
1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)…………13:20:56
2.sæti: Ignacio Nicilas Casale(Yamaha)….+1:18:32mín
3.sæti: Lukasz Laskawiec(Yamaha)……….+1:20:45mín
4.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)……………+1:30:22mín
5.sæti: Sarel Van Biljon(E-ATV)………..+1:58:20mín
Morgundagurinn verður erfiður en þá verða hjólaðir 767km og þar af eru 454km á sérleið svo það er langur og strangur dagur framundan sem mun reyna mikið á menn og hjól.
Dakarkveðjur Dóri Sveins