Dakar 2013 – dagur 7 – dauðsfall setur skugga á daginn

Caselli

Það féll skuggi á keppni dagsins er fréttist að keppandi númer 106, hinn 25 ára franski nýliði, Thomas Bourgin hafði lent í árekstri við lögreglubifreið á ferjuleið skömmu eftir að rallið hófst. Er þetta 3 dauðsfallið sem tengist ralli ársins en fyrir 2 dögum varð einnig umferðaróhapp er tveir leigubílar lentu í hörðum árekstri við þjónustutrukk á ferjuleið, ökumaður og farþegi annars leigubílsins dóu en 7 menn úr hinum bílunum voru fluttir slasaðir á sjúkrahús.

Leiðin í dag var löng, 806km og þar af 220 á sérleið og leið morgundagsins er einnig löng, þá verða hjólaðir 247km á ferjuleið og 491km á sérleiðum og eru þessi tveir síðustu dagar fyrir hvíldardag kallaðir maraþondagar þar sem ekki er leyfð aðstoð á milli þeirra, verða keppendur að treysta á sjálfan sig og aðra keppendur með allar viðgerðir og þá eingöngu þau verkfæri og varahluti sem þeir eru með sjálfir.

En sérleið dagsins var hún að mestu í fjallendi og það í um 3300m hæð yfir sjávarmáli. Háði það mörgum keppendum og kvörtuðu margir yfir kraftleysi í bílum og hjólum sínum, það var einnig þó nokkuð um púðursand sem fer mjög illa í loftsíur manna og hjóla að ekki sé talað um hversu erfitt er að hjóla í honum. Sú breyting var gerð í Dakar rallinu fyrir nokkrum árum að reynt er að aðskilja hjól og bíla sem mest á sérleiðum, sérstaklega þar sem mikil sandur er því í rykinu voru hjólarar stundum að týnast og lentu svo jafnvel fyrir bílum og trukkum

D7-adstadanÞað voru reyndar að berast þær fréttir frá skipuleggjendum Dakarrallsins núna að vegna mikilla rigningar á áningarstaðnum og þeim hluta sem fyrst verður keppt á morgun þurfi jafnvel að breyta leið morgundagsins eða sleppa hluta hennir en það kemur betur í ljós í fyrramálið.

Það var bandaríkjamaðurinn Kurt Caselli(KTM) sem kom fyrstur í mark í dag og er það í fyrsta skipti sem nýliði í Dakar vinnur sérleið síðan Ruben Fabie(KTM) gerði það 2006 en Kurt Caselli(KTM) er engin aukvisi á mótorhjólum, má nefna það t.d. að hann kom annar í mark í hinu fræga Baja 100 ralli í Ameríku á síðast ári og það skemmdi ekki fyrir honum í dag að þessi sérleið er ekki ósvipuð og í Baja 1000 rallinu.

Francisco Lopez(KTM) og Olivier Pain(Yamaha) komu svo 1:23mín á eftir í mark en voru báðir mjög sáttir við það, Olivier Pain(Yamaha) heldur 1 sæti í heildina og Francisco Lopez(KTM)vann sig upp um 2 sæti í heildina, situr nú í 2 sæti enda búin að hjóla fantavel síðustu þrjá daga.

David Casteu(Yamaha) féll í 3 sæti yfir heildina eftir að hafa komið 8 í mark í dag. Það er svo ekki að ganga of vel hjá Cyril Despres(KTM) en hann átti í vandræðum með gírkassann í dag og komst ekki uppí 5 gír og náði hann því aldrei að halda sama hraða og hans helstu keppinautar, skilaði hann sér 34 í mark í dag rúmum 13 mín á eftir fyrsta manni, við það féll hann í 5 sæti yfir heildina.

Þetta gat ekki komið á verri tíma fyrir hann þar sem ekki er neinir varahlutir til staðar í kvöld en eftir að hafa rætt við tæknimenn KTM og þeir búnir að tala við önnur KTM lið fór hann og ræddi við Pólska Orlen liðið en í því er Marek Dabrowski(KTM) sem hefur keppt í Dakar með hléum síðan 2000, en hann þjáist af meiðslum sem hann hlaut í ralli 2007 og er mikið að trufla hann svo hann bauð skipti á sínum mótor og Cyrils þar sem hann er meira að dóla með núna.Þetta verður til þess að Cyril getur keppt af hörku á morgun og vonandi unnið sig eitthvað upp aftur en það verður nóg að gera hjá KTM mönnum að færa mótora á milli í kvöld en það kemur ekki að sök þar sem t.d. Cyril er lærður vélvirki og æfir sig í að rífa í sundur og setja hjólið saman reglulega, hann segir það nauðsynlegt að þekkja hjólið út í gegn þegar eitthvað kemur uppá og það sannar sig núna. Það er nú líka þannig í Dakar röllum að keppendur eru duglegir að aðstoða hvern annan hvort sem það er inná leiðunum eða í viðgerðarhléum á kvöldin.

Kurt Caselli(KTM) sagði eftir daginn „ég er að læra á fullu, sem er gott, dagurinn í dag var þægilegur, leiðin var að mestu vegir svo það voru engar líkur á að villast.Ruben Faria(KTM) og ég stoppuðum aðeins hjá félaga okkar Cyril Despres(KTM) þar sem hann átti í einhverjum vandræðum með hjólið sitt en hann sagði okkur að halda bara áfram svo við brunuðum áfram og vonandi getum við fundið út hvað er að hrjá hjólið í kvóld. Annars gengur allt mjög vel hjá mér, ég er að læra inná leiðarbókina betur og betur og þar sem þetta er mitt fyrsta Dakar þá reyni ég að fylgjast með öllu. Ég var ekki viss hvernig þetta allt saman væri en það er allt frábært, keppnin skemmtileg, allir svo hjálpsamir, þetta er frábært“.

Francisco Lopez(KTM) hafði þetta að segja „hratt, mjög hratt, ótrúlegur sprettur. Leiðin öll var mjög hröð í allan dag, allt eftir vegum svo það reyndi lítið á að rata svo það keyrði hraðann upp. Þetta var góður dagur og ég er vongóður með daginn á morgun, hjólið er í fínu standi og ég er tilbúin“.

Forustumaður rallsins Olivier Pain(Yamaha) sagði „það er öruggt að þessi bilun hjá Cyril Despres(KTM) hefur gert mér kleift að halda toppsætinu aðeins lengur og það hentar mér vel, þetta er allt hluti af keppninni en ég hef það líka í huga að þetta gæti allt eins gerst hjá mér svo ég ætli nú ekki að hlakka yfir þessu, sérstaklega það sem Cyril Despres(KTM) hefur alla burði til að keyra upp þennan mun enda nóg eftir af keppninni. Ég þarf því að halda einbeittingu og ekki að fara frammúr sjálfum mér, passa uppá sjálfan mig og hjólið, ég fann aðeins fyrir kraftleysi í dag efst í fjöllunum en það jafnar sig. Ég er sáttur, þetta er skemmtilegt og ég er í forustu“.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 7 er því svona:

1.sæti: Olivier Pain(Yamaha)…………17:28:17

2.sæti: Francisco Lopez(KTM)…………+6:06mín

3.sæti: David Casteu(Yamaha)…………+6:37mín

4.sæti: Ruben Faria(KTM)…………….+9:42mín

5.sæti: Cyril Despres(KTM)………….+14:07mín

 

D7-2hjol-4hjolÍ fjórhjólaflokki þarfti margfaldi sérleiðasigurvegarinn Marcos Patronelli(Yamaha) að horfa uppá það annan daginn í röð að einhver annar en hann sjálfur ynni daginn en það kemur ekki að sök þar sem hann er með gríðalega forustu yfir heildina eða rúman klukkutíma. Það var semsé heimamaðurinnSebastían Palma(Can-AM) sem tók allt útúr Can-AM hjóli sínu ognáði að klára leiðina 34sek fljótar en meistarinn. En hin 38 ára gamli Sarel Van Biljon(E-ATV) sem hefur verið að sækja mikið í sig veðrið eftir því sem lengra kemur inní rallið, hann skilaði sér í 3 sæti í dag ekki nema 4sek á eftir meistaranum og er því komin í 4 sæti yfir heildina.

En við komuna í mark sagði Marcos Patronelli(Yamaha) þetta „þetta var mjög hröð og stutt leið í dag, ein af þeim leiðum sem hægt var að fara á fullu gasi því leiðarnar voru góðar og greinilegar. En þegar við vorum komnir um 120km inná sérleiðin þá þrengdist hún frekar mikið og vaðr grýttari svo það varð að gæta sín betur þar en þetta er frábært, einn dagur í viðbót af þessu maraþon hluta og svo hvíld“.

Sarel Van Biljon(E-ATV) var ansi rykugur við komuna í mark en hafði þetta að segja „Þetta var þröngt, þetta var mjög rykugt, þetta var langt og mjög hratt. Þetta var hörku barátta á milli 3ja efstu. Ég reyndi að ná Marcos Patronelli(Yamaha) og svo náðum við Ignacio Nicolas Casale(Yamaha) og þá hófst alvöru barátta um að ná framfyrir hvorn annan. Það var svo mikið ryk og lítið pláss til að ná frammúr en nú er þessi dagur búin, annar langur á morgun svo nú þarf ég að drífa mig að yfirfara allt og hvíla mig“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 7 er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)………..20:08:33

2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)…+1:14:30mín

3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)…………..+1:50:46mín

4.sæti: Sarel Van Biljon(E-ATV)……….+2:02:18mín

5.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)……….+2:32:26mín

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins  www.slodavinir.org

Skildu eftir svar