Matarprógram – Pistill 3

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.  ATH gott er að ráðfæra sig við einkaþjálfara eða næringarfræðing um hvað hentar einstklingnum best. Hér eru almennar leiðbeiningar.

_____________________________________________________

Að léttast

Ef ætlunin er að léttast er mikilvægt að borða margar litlar máltíðir reglulega yfir daginn.

Ef við sveltum okkur í þeim tilgangi að losa okkur við aukakíló þá léttumst við eingöngu

vegna þess að vöðvarnir rýrna, en fituprósentan helst hins vegar hin sama eða eykst

jafnvel. Þegar sultarskeiðinu lýkur er líkaminn verr í stakk búinn til að verjast

aukakílóunum en áður, af því að það er hlutverk vöðvanna að brenna fitu. Fólk fellur þess

vegna aftur í sama far og oftast verður það enn þyngra en áður. Þegar barist er við

aukakíló skal ávallt muna að það tekur tíma að ná varanlegum árangri. Með styrktar- og

brennsluæfingum annars vegar og hollu og góðu mataræði hins vegar veitum við

líkamanum öflug vopn í þessari baráttu og komumst hjá því að falla í sama far og áður.

Að þyngjast

Margir halda að það sé draumur hverrar manneskju að vera mjög grönn og geta borðað

allt sem hugurinn girnist. Sannleikurinn er hins vegar sá að mörgum reynist erfitt að

halda lágmarksþyngd og það fólk þarf að berjast við að halda hverju grammi. Mörgum

okkar reynist erfiðara að verða ekki of létt í stað þess að verða of þung. Það þýðir samt

ekki að borða megi hvað sem er. Grannt fólk getur myndað fitu innan á æðum og fengið

öll sömu einkenni slæmrar næringar og þeir sem berjast við aukakílóin. Til þess að

þyngjast er mikilvægast að borða nóg af hollum og næringarríkum mat jafnframt því að

styrkja líkamann. Með því að borða hollan mat á tveggja tíma fresti og styrkja líkamann,

bætir líkaminn á sig vöðvamassa, heilsan batnar og fituhlutfallið eykst síður. Með því

móti bætum við á okkur „góðum“ kílóum. Því fólki, sem langar til að þyngja sig, er

sérstaklega bent á liðinn „Til að þyngja sig“ hér á eftir, en þar er að finna góða tillögu að

skammtastærð við hverja máltíð.

Hve stórir skammtar?

Hafa skal í huga að það er einstaklingsbundið hvað matarskammtarnir eiga að vera stórir.

Sama er að segja um fjölda þeirra hitaeininga sem ráðlegt er að neyta daglega. Finndu út

hvaða skammtastærðir henta þér með því að prófa þig áfram. Máltíðin á aðeins að duga í

2–3 tíma, og ef maður er saddur í lengri tíma en svo táknar það einungis það að máltíðin

var of stór. Fylgstu líka með þyngd þinni, því ef þú þyngist um of þótt þú borðir hollan

mat, skaltu einfaldlega minnka skammtana örlítið og vigta þig síðan aftur að viku liðinni.

Ef þú léttist hins vegar án þess að það sé markmiðið, skaltu auka matarskammtana þar til

vigtin sýnir að þú hefur bætt á þig þyngd yfir vikuna. Með því að stjórna því hvað

matarskammtarnir eru stórir er hægt að stjórna þyngdinni. Það er mun einfaldari aðferð

en að telja hitaeiningarnar ofan í sig.

Fyrir og eftir æfingar

Mikilvægt er að muna eftir öllum máltíðum, bæði fyrir og eftir æfingar. Klukkustund

fyrir æfingu er rétt að borða kolvetnaríkan mat sem gefur orku meðan á henni stendur, til

dæmis brauð, orkudrykk eða ávöxt. Áður en 30 mínútur eru liðnar að lokinni æfingu

skaltu neyta prótína og kolvetna.

Skildu eftir svar