Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.
___________________________________________________
Máltíðir
1. máltíð – Ef æft er fyrir morgunmat (ca. 6-7)
• Banani eða appelsína og vatnsglas.
. 2 skífur af hrökkbrauði með grænmeti og vatnsglas
. Orkudrykkur.
. Til að þyngja sig: Banani og orkudrykkur.
Á morgnana finnst mörgum erfitt að æfa á fastandi maga og þá er tilvalið að fá sér létta
máltíð sem gefur engu að síður orku. Ekki er gott að neyta mjólkurvara eða ávaxtasafa
svo snemma morguns þar sem mjólkursykur og sýrur geta valdið ógleði og óþægindum í
meltingarvegi. Á þeim dögum sem ekki er æft er þessari máltíð sleppt. Ef fólk æfir ekki á
morgnana á það að sleppa þessari máltíð.
2. máltíð – Morgunmatur (kl 8-9)
. Sykursnautt skyr og ávöxtur. Hægt er að blanda þessu saman í hristing.
. Hafragrautur með ávöxtum.
. Sykursnautt morgunkorn eða múslí með fjörmjólk eða undanrennu.
. 2 sneiðar af grófu brauði með kjötáleggi, kotasælu, eggjum, grænmeti,
fitusnauðum osti eða léttum smurosti. Hreinn ávaxtasafi.
. Eggjakaka með grænmeti.
. Próteinhristingur
. Til að þyngja sig: Hafragrautur, 3–4 eggjahvítur eða próteinhristingur.
Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Hér skal neyta prótíns auk flókinna
kolvetna, en leggja skal áherslu á neyslu kolvetnis snemma dags og draga úr henni þegar
líða tekur á daginn. Á þeim dögum þar sem ekki er æft er þetta fyrsta máltíð dagsins og
þar af leiðandi morgunmatur fyrir fólk sem æfir ekki á morgnana.
3. máltíð – Millimáltíð
. Ávöxtur og hnetur.
. Sykursnautt skyr (lítill skammtur) og ávöxtur.
. Harðfiskur.
. Orkustöng.
. 1 skífa af hrökkbrauði með kotasælu, grænmeti, eggjum og kjötáleggi.
. Til að þyngja sig: Skyr (stór skammtur) og gróf brauðsneið með áleggi.
Þetta er létt millimáltíð sem tryggir orku fram að hádegi.
4. máltíð – Hádegisverður (kl 12-13)
. Heit máltíð. Ákjósanlegast er að fá sér fisk (ofnbakaðan eða gufusoðinn) eða
kjúkling (grillaðan) með litlum skammti af hrísgrjónum og grænmeti. Hæfilegt er
að drekka tvö glös af vatni.
. Salatbakki, úr salat- og pastabörum stórmarkaða, eða kjúklingasalat. Velja skal
meira af salati, fersku grænmeti, túnfisk, eggjahvítu og kjúklingi en minna af
pasta – og sleppa sósum.
. Take-away fæða. Hér á vel við að velja grænmetisstaði. Betra er að taka fæðuna
með sér í bakka en að borða á staðnum og eiga á hættu að borða yfir sig.
. Skyr- eða próteinhristingur.
. Til að þyngja sig: Heit máltíð, stór skammtur.
Mikilvægt er að borða ekki yfir sig í hádeginu. Þessi máltíð þarf aðeins að veita orku
næstu 2–3 tíma en ekki til kvölds.
5. máltíð – Millimáltíð (14-16)
. Ávöxtur og hnetur.
. Sykursnautt skyr (lítill skammtur).
. 1 skífa af hrökkbrauði með kotasælu, grænmeti, eggjum og kjötáleggi.
. Harðfisksbitar.
. Orkustöng.
. Til að þyngja sig: Banani og orkustöng.
Þetta er líka létt máltíð sem tryggir orku fram að kvöldverði. Ef langur tími líður milli
hádegis- og kvöldverðar, ef kvöldverðurinn er til dæmis seint á borðum, má hér gera ráð
yrir aukamáltíð sem svarar til 5. máltíðar.
6. máltíð – Kvöldverður
. Fiskur, kjúklingabringa eða annað fitusnautt kjöt, hrísgrjón og ferskt grænmeti
eða salat með. Mikilvægt er að fá sér aðeins einu sinni á diskinn og skipta honum
á eftirfarandi hátt: 2/5 hlutar kjöt, 2/5 hlutar grænmeti og 1/5 hluti kolvetni (t.d.
hrísgrjón, sætar kartöflur eða kúskús). Forðast skal feitt kjöt, fituríkar sósur
(rjómasósur) og hvítar kartöflur.
. Salat með kjúklingi eða túnfisk og ólífuolíu.
. Eggjakaka (3–4 hvítur á móti hverri rauðu) með brytjuðu grænmeti og fitusnauðu kjötmeti.
. Tilbúinn matur, til dæmis hollusturéttir frá veitingahúsum, grillaður skinnlaus
kjúklingur eða kjúklinga- og túnfisksalat svo fátt eitt sé nefnt. Fiskur og fuglakjöt
er prótínrík fæða, og ferskt grænmeti hefur að geyma vítamín, steinefni og
kolvetni í ríkum mæli.
. Til að þyngja sig: Prótínríkt fæði svo sem kjúklingur, fiskur, eggjahvítur með
miklu grænmeti og hrísgrjónum.
Á kvöldin skal borða létta máltíð enda er áreynslu dagsins þá yfirleitt lokið.
7. máltíð – Kvöldsnarl
. Ávöxtur. Gott er að brytja ávexti niður í bita til að narta í.
. Hnetur og fræ.
. Til að þyngja sig: Prótínríkt fæði svo sem skyrhristingur eða eggjahvítur.
Vilji fólk þyngjast er mjög mikilvægt að borða fyrir svefninn.