Eitt af því sem þarf að endurnýja reglulega í tuggunni er ullin í pústinu. Ástæðan er ekki bara sú að hávaðinn sé vandamálið, heldur er hljóðkúturinn líka uppbyggður fyrir aflkúrfuna í hjólinu. Hávaði er ekki alltaf sama sem afl. Fyrir keppnismann í sportinu er þörf á endurnýjan ullina 2-3 á ári, ef ekki oftar. Helgarhjólarinn þarf að yfirfara ullina ca 1 sinni á ári. Oft getur maður heyrt hvort að ullin sé farin að slappast með því að hrista kútinn. Skrölt – tómahljóð- aukinn hávaði = komið að endurnýjun. ATH! ullin getur líka stíflast af sóti og virkar þá ekki sem skyldi.
Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera. Ullina fáið þið í næstu hjólabúð.