Það er að koma sumar og styttist óðfluga í Klausturs keppnina. Nóg að gera í skipulags og vinnumálum fyrir sumarið.
Hér eru nokkrir punktar frá síðasta stjórnarfundi:
Klaustur
Klaustursferð frestað til betra veðurs.
Fara á laugardagsmorgni og koma á sunnudegi til baka.
Efni: 1000 stikur, 40 stk 70mm staurar, 25 stk 2×4 efni (3.20) í skiptihliðin – búið að panta í Byko
Merkja betur skiptiboxin, útfæra umgjörð um startið og merkja betur fyrstu beygju, reka niður og mála stikur omfl.
Útvega annað efni sem til þarf
EnduroXbraut – áhugi fyrir að setja upp braut í sumar.
Opnum brautina við fyrsta tækifæri þegar frost leysir
Umræða um að halda startæfingar annað slagið á steypunni
Umræða um að setja þak/skýli vestan og sunnan við húsið, jafnvel pissuskál utan á húsið að sunnanverðu – skoðum það síðar
Brautarumræða, brautarnefnd spáir í hvað og hverju má breyta fyrir sumarið. Rætt ma. um bæta við kafla vestan við startið ofl.
Annað:
Félagsskírteini og árskort farið í póst, fyrsti skammtur.
Æfingar byrjuðu um síðustu helgi, skráning hefst svo á næstunni fyrir sumaræfingarnar