Þetta virðist hafa dottið út af vefnum. Til að árétta það að allar motocrossbrautir eru lokaðar í a.m.k. næstu 3 daga og verður þetta endurskoðað í hádeginu næsta laugardag (eins og staðan var í dag annann í jólum var um þriðjungur brautarinnar undir vatni og það sem ekki var undir vatni var eitt drullusvað og er það bara skemmdarstarfsemi að vera að keyra við svoleiðis aðstæður. Litlu brautirnar eru báðar eitt drullusvað og mikið af pollum í þeim). Á meðan vil ég benda á brautina í Þorlákshöfn, en að sögn Kela formanns er hún frábær, en hann var þar á Jóladag.
Hjörtur Líklegur
P. S. Ef veðurspá gengur eftir og menn virða bann við akstri í brautunum næstu 3 daga ætti mögulega að vera hægt að keyra á Bolaöldunum á Gamlaársdag og Nýársdag.