Gjöf VÍK og keppenda, Enduro – Klaustur 2013

IMG_4232
Hér tekur Ragnar Jónsson á móti ávísuninni góðu úr hendi Hrafnkels formanns VÍK.

Öll þau ár sem Enduro – Klaustur ( Offroad Challenge ) hefur verið haldin við Kirkjubæjarklaustur hefur heilsugæslan þar staðið að baki okkur með góðri og dyggri þjónustu. Til að þakka fyrir færðum við, Vélhjólaíþróttaklúbburinn og keppendur, Heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri veglegan styrk til tækjakaupa, en heilsugæslan þar stendur í ströngu við að fjármagna mælitæki til fjarheilbrigðisþjónustu.  Það er deginum ljósara að við öll sem stöndum að og í keppni á svæðinu gætum þurft að á þessari þjónustu á að halda. Það var því gleði í okkar hjarta að geta fært þeim þakkarvott í hendur sem í leiðinni gæti  jafnvel hjálpað okkur sjálfum.

Nánari skýring á því hvað liggur í Fjarheilbrigðisþjónustu og orðsending frá
Auðbjörgu B. Bjarnadóttur, hjúkrunarstjóra :

Meginmarkmið með fjarheilbrigðisþjónustu er að auka aðgengi sjúklinga sem og heilbrigðisstarfsfólks að sérflæðisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu, sem ekki er aðgengileg heima í héraði.  Til eru mælitæki sem geta sent frá sér upplýsingar um t.d lífsmörk eða hjartalínurit sjúklinga, eyrnaskoðun, áverka, útbrot  o.fl sem myndi skila sér á myndrænu formi til fjarstadds sérfræðings. Mun þessi tækni draga úr óþægindum vegna ferðalaga sjúklinga sem og tryggja frekara mat. Í raun fjölnotatæki sem eru ætluð til notkunar í heilbrigðisþjónustu. Engin slík tæki eru til hér á landi, en þekkist næstum allsstaðar í heiminum S.s Grænlandi, Usa, Ástralíu, Noregi ofl löndum. Tækin eru notuð þar sem fáir búa og vegalengdir miklar. Tæknin styrkir sjúkdómsgreiningu, fækkar „óþarfa“ ferðum úr héraði og er það sparnaður fyrir alla  aðila þegar til lengri tíma er litið. Í raun um tímamótaverkefni að ræða.

Þetta er stærsta verkefnið sem er í gangi hjá okkur, svo er fleira framundan S.s að endurnýja eitt og annað sem komið er til ára sinna.

 Bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag ykkar sem kemur sér svo sannarlega vel að notum við að efla heilbrigðisþjónustuna á staðnum ekki síst á niðurskurðartímum!

 Sjáumst svo að ári!

 Kær kveðja,

Auðbjörg

 

Skildu eftir svar