Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu í. Allir krakkar sem eiga eða hafa aðgang að hjóli eru velkomin (ekki bara þeir sem hafa sótt æfingarnar). Eina sem er farið fram á er að allir hjálpist að við að gera keppnina skemmtilega, þeir sem ekki hafa æft með VÍK í sumar þurfa að greiða 500 krónur í keppnisgjald.
Fyrirkomulagið verður þannig að þrír hópar taka upphitun og svo 2 moto. Við keyrum þrjá flokka 50cc, 65cc og 85cc, ökumenn sem hafa nú þegar keppt í Íslandsmótinu geta ekki verið með. Við vonumst eftir að sjá sem flesta krakka frá reykjavík, selfossi, akranesi og fleiri stöðum.
Mæting 17:45 / Við biðjum fólk um að fylgjast með á netinu næstkomandi miðvikudag vegna þess ef að það verður vont veður þá munum við fresta keppninni um viku. Vegleg verðlaun verða í boði ásamt grillveislu í lokin. Sjáumst hress: Gulli, Helgi & Pálmar.