Páskamót

Fjöldi hjólamanna mætti í VÍK um Páskana. Frábært veður var á Föstudeginum langa og um 40 hjól í brautinni við Hótel Höfðabrekku. Laugardagurinn var ekki eins góður veðurfræðilega, súld og rigning. Engu að síður voru saman komin rúmlega 50 hjól og var tekin létt æfing eftir hádegi.

Flokkað var niður í A og B flokk þar sem 11 voru í hvorum flokk, einnig var Púka Mini og Púka Big flokkar.
Í A flokk voru keyrðar 3x 15 mín. æfingar og B flokk 3x 10 mín. æfingar.
Hér fylgir svo árangurinn úr æfingunni
Voru allir á staðnum sammála um að reyna að keyra gott alvöru mót um næstu Páska á Hótel Höfðabrekku
enda öll aðstaðan á svæðinu frábær.
Kunnum við eigendum Höfðabrekku bestu þakkair fyrir afnot af brautinni og fyrir frábæra gistingu.
Myndir verða sendar á motocross.is á næstu dögum.
kveðja,
Karl Gunnlaugsson

Skildu eftir svar