Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

BR-MCC-_is
Kælivökvi

Nú er komið að því að skipta um kælivökvann. Fyrir utan olíuna er kælivökvinn mikilvægasta atriðið að hafa í lagi upp á endingu hjólsins. Kælivökvinn sér ekki bara um að verja fyrir frosti og ofhitnun heldur ver hann líka gegn tæringu. Það eru til margar gerðir af kælivökva, við notum hellst „long live“ kælivökva á okkar hjól. En flóran í kælivökvum er mikil og misjöfn á milli framleiðanda, leytið ráðlegginga hjá þeim aðila sem þið kaupið vökvann hjá. Það er líka til kælivökvi með hærra suðuþol, hann er góður fyrir hjól sem eru viðkvæm fyrir ofhitnun. Gott er að miða við að endurnýja kælivökvann amk tvisvar á ári.

Hér er tengill hvernig á að skipta um kælivökva.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Skildu eftir svar