Nú er komið að því að endurnýja bremsu og eða kúpplingsvökvana. Þá vökva verðum við að endurnýja reglulega rétt eins og aðra vökva á hjólinu. Bremsuvökvi dregur í sig raka þegar hann eldist og við það lækkar m.a hitastuðullinn í olíunni. Of getur það komið út þannig að þegar tekið er í bremsuna þá er hún mjúk og stoppar ekki fyrr en komið er í botn. Ráðlegt er að skipta um vökvana amk einu sinni á ári. Keppnisfólki ráðleggjum við að gera það amk tvisvar á ári til að tryggja gæðin á bremsunum. Sama aðferð er notuð til að skipta um olíuna á bremsu og kúpplings kerfum.
Hér er tengill á hvernig er gott að bera sig að
Hér er video um hvernig gott er að bera sig að.
Nú er bara að skella sér í að gera og græja.
Góða skemmtun.