Miðasala er hafin á lokahóf MSÍ sem fram fer í Rúbín Öskjuhlíð þann 9. nóvember n.k.
Dagskráin er glæsileg að vanda og mun Arnar Svansson stýra veislunni. Veitt verða verðlaun fyrir síðastliðið keppnistímabil, ný myndbönd frumsýnd, happdrætti, Steindi Jr. og Bent skemmta og Kiddi Bigfoot mun svo trylla liðið á dansgólfinu fram á nótt.
Matseðillinn er girnilegur, en að þessu sinni ætlum við að hafa hlaðborð sem samastendur af eftirfarandi réttum:
Forréttur:
Koníaksbætt humarsúpa með rjómatoppi.
Aðalréttir:
Ofnbakaðar kjúklingabringur og Rósmarín grillað lambalæri.
Meðlæti: Smjörsteikt rótargrænmeti, sætar kartöflur, karftöflugratín, ferskt salat, grænpiparsósa og Sherrysveppasósa.
Eftirréttur:
Súkkulaðikaka með rjóma og hindberjasósu.
Miðaverð er það sama og í fyrra, 8.900,- kr. og er miðasala hafin á vef MSÍ / mótaskrá (www.msisport.is)
Sama kerfi er notað fyrir miðasöluna og er notað til þess að skrá sig í keppni, þannig að viðkomandi verður að vera skráður í kerfið.
Þeir sem geta ekki keypt sér miða á netinu geta gert það í Nítró. Miðarnir verða svo afhentir við innganginn.
Brjálaða Bína tekur við borðapöntunum á bjork@motosport.is
Ath. Miðasölu lýkur 6. nóvember og takmarkað magn miða er í boði.