Nú er frost á fróni og frís þá í hjólum vökvi nema:
Nýleg og góð olía sé á mótor.
Góður og nýlegur frostlögur sé á vatnskassa.
Ísvari sé í bensíni. ATH of seint er að setja ísvara í bensínið eftir að rakinn í bensíntanki fer að frysta. ( Raki kemur frá gömlu bensíni sem hefur staðið í einhvern tíma í tanki eða á brúsa, innspýtingarhjól eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu ) Best er að vera með nýtt bensín á hjólinu og setja ísvara í það.
EF Á AÐ HJÓLA Á ÍS EÐA Í SNJÓ:
Þá verður að vera neyðar ádrepari.
Gott er að leiða öndunarslöngur frá mótor og blöndung upp í lofthreinsarann.
Lopi eða góð hlíf yfir blöndung / innspýtingu er gott að hafa þannig að síður frjósi í blöndung. Reyndar hafa nokkrir snillingar lagt hitalagnir frá vatnskassa utnan um blöndunginn til að halda honum frostfríum.
Gott er að hafa handahlífar ( poka ) yfir stýrishandföngum.
EF HJÓLAÐ ER Á ÍS!!!!!!!!!! VINSAMLEGAST TAKIÐ TILLIT TIL ANNARS ÚTIVISTARFÓLKS. VIÐ HJÓLAFÓLK ERUM EKKI ÞAU EINU SEM ERU Á FERÐINNI Í KULDANUM.