Krakkaæfingar og krakkakeppni sunnudaginn 9. mars

Komin er niðurstaða á krakkaæfingarnar, en þær verða áfram á sunnudögum en nú frá 19-21 og verða 2 hópar í stað 3. Skiptingin verður því 50cc/65cc og 85cc þar sem reyndari ökumenn á 65cc færast upp á seinni æfingarnar. Þetta er fyrirkomulag sem við ætlum að prófa núna til að byrja með en munum svo endurskoða það ef þess er þörf.

Kosturinn við það að hafa æfingarnar á þessum tíma er sá að við fengum úthlutaða tíma út mars sem við fengum ekki á öðrum tímum, og því var þetta niðurstaðan. Verð fyrir allan mars mánuð er eins og verið hefur, 10.000 kr en einnig er hægt að borga fyrir stakan tíma 3.000 kr

Sunnudaginn 9. mars ætlum við svo að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni þar sem keyrðir verða 3 hópar, 50cc, 65cc og 85cc og keyrð verða 3 moto í hverjum hóp. Pétur Snæland mætir með grill og grillar ofan í lýðinn og allir fá medalíu. Mæting verður kl 18:45 fyrir ALLA. Á æfingunni á sunnudaginn verður sama braut sett upp og verður í keppninni svo mikilvægt er að mæta á sunnudaginn til að æfa sig í brautinni.

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudag.

Kveðja,

Helgi Már og Össi

Skildu eftir svar