{mosimage}Nú styttist óðum í loka fréttatilkynninguna , tæpir 80 dagar í stórhátíð.
Það
virðist eins og að alltaf séu fleiri og fleiri sem eru að fylgjast með þessum
fréttatilkynningum frá undirbúningsaðilum. Allt hjólafólk sem maður ræðir við segist ætla að fara á Krókinn. Á
spjallvef Sniglanna
kom spurning frá skellinöðru félagsskap sem var að leita
upplýsinga um það hversu langan tíma það tæki fyrir þá að aka úr bænum á
skellinöðrum. Einnig bárust fregnir af afa og ömmu sem ætla á Krókinn með öll
barnabörnin í mótorhjólaútilegu (mikið hefði ég viljað að afi minn og amma
hefðu verið svona). Heyrst hefur af mönnum sem æfa stíft fótbolta til að vinna
titilinn mótorhjólabikarmeistarar í fótbolta. Enn hefur þó ekki frést af neinu
kvennaliði sem leggur stund á æfingar fyrir kvennaboltann, en eflaust eru
svoleiðis æfingar stundaðar með mikilli leynd. Þetta er til marks um áhugann á
þessari afmælishátíð.
Ein
ný nefnd hefur verið skipuð og er í henni aðeins einn maður sem er eflaust að
lesa það fyrst núna að hann tengist þessari hátíð eitthvað. Þetta er blíðviðrisnefnd
og í hana er hér með skipaður séra Egill í Skálholti, en líklegast er að hann sé
í hvað besta sambandinu við guði veðursins.
Hátíðin mun verða kvikmynduð, en í síðasta mánuði var gengið frá því
munnlega að V.J. myndir á Sauðárkrók mun sjá um það verk, en meiningin er að gera myndband sem væntanlega
verður tilbúið á haustdögum og verður síðar auglýst hvar verður hægt að nálgast
gegn vægu gjaldi.
Einu mælingarnar á
því hversu margir bíða spenntir eftir hátíðinni er að frá því um áramót hafa um 5000 manns kikt inn á vefsíðuna www.team-bacardi.tk sem er sú fréttasíða
sem kemur með stuttar aukafréttir á milli fréttatilkynninga, en þar er hægt að
sjá allar reglurnar í mótorhjólakeppnisgreinunum og sérreglur um keppnina í
fótbolta. Einnig eru þar allar þær stökur og vísur sem um hátíðina hafa verið
ortar.
Um 20. apríl byrjar skráning í keppnir á www.team-bacardi.tk og mun skráningu ljúka 20. mai, en þá verða
sendir út gíróseðlar fyrir keppnisgjöldum.
Þessa
dagana er verið að kanna hjá umboðum og fyrirtækjum sem tengjast mótorhjólum á
einn eða annann hátt hvort halda ætti sölusýningu á hjólum og vörum sem
tengjast mótorhjólum í reiðhöllinni við Sauðárkrók, en það hús er í boði fyrir
þessa helgi. Þar ætti að vera hægt að vera með uppákomur og fleira í tengslum
við hana, en þessi tillaga er bara á byrjunarreit og þar af leiðandi algjör
óvissa um hana.
Hvað
varðar dagskrána þá virðist sem að hún sé mjög lítið breytt frá fyrri
fréttatilkynningum og að lítið gæti breyst úr þessu.
Þar
sem að ekki allir bifhjólamenn og konur hafa aðgang af internetinu þá er sniðugt að prenta út allar
fréttatilkynningarnar og færa vinum sem ekki eru nettengdir svo að sem flestir
hafi kost á að fylgjast með gangi mála.
Von
er á að grein um hátíðina og mótorhjólaklúbba, félög og samtök sem tengjast
afmælishátíðinni í blaðinu Bílar og Sport í apríl eða mai. Einnig er stefnt á
að koma fréttatylkynningum í fleiri fjölmiðla á næstunni.
Nýverið gaf Sveitarfélagið Skagafjörður út ýtarlegan kynningarbækling um
Skagafjörð á þrem tungumálum og vill
undirbúningsnefndin benda á að bæklingurinn liggur meðal annars í Varmahlíð og
kostar ekkert, en viljir þú nauðsynlega nálgast hann vill undirbúningsnefndin
benda á www.skagafjordur.is eða að
senda tölvu- póst á upplysingar@skagafjordur.is
og biðja um að bæklingurinn verði sendur til þín.
Bless í bili, fyrir hönd undirbúningsaðila. Hjörtur Líklegur. ( liklegur@internet.is ).