Það reyndist góð ákvörðun að fresta keppninni á Akranesi í sumar. Aðstæðurnar í gær hefðu tæplega getað verið betri. Svæðið hjá VÍFA hefur aldrei litið betur út og brautin var nánast fullkomin að sjá þegar keppendur mættu á svæðið, hvergi bleytu að sjá og fullkomið rakastig á moldinni. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri en þeir sem mættu fengu toppkeppni.
Keppni var mismikil í flokkunum og úrslit nokkurn veginn eftir bókinni nema ef vera skyldi í MX Open. Slagur dagsins var í síðasta motoinu þar á milli Sölva og Eyþórs. Sölvi tók forystuna strax í upphafi og hélt smá bili fyrst á Guðbjart, sem hafði sigrað fyrsta motoið, og svo Eyþór sem ætlaði sér ekkert annað en sigur eftir að hafa lent í þriðja sæti í fyrra motoinu. Sölvi hafði uþb. 1-2 sekúndna forskot alla keppnina og var með Eyþór dýrvitlausan á hælunum nær allan tímann. Baráttan í síðustu tveimur hringjunum var engu lík.
Hjólið hjá Eyþóri virtist vera í botni allan tímann og pústaði bláu og hvítum reyk til skiptis og var látið finna fyrir því. Sölvi var þá búinn vera undir mikilli pressu allt motoið en gerði engin mistök og bilið hélst óbreytt fram á síðustu beygju. Eyþór endaði í þriðja sæti og sigraði MX2 flokkinn. Guðbjartur varð annar en Sölvi endaði því sem sigurvegari dagsins og var vel að því kominn. Til hamingju Sölvi!
Aðrir sigurvegarar voru Anita Hauksdóttir í kvennaflokki, Hlynur Örn í MX-Unglingaflokki, Víðir Tristan Víðisson í 85 flokki, Heiðar Örn Sverrisson í 40+ og Björn Torfi Axelsson sigraði B flokkinn.
Keppnin er komin inn á MyLaps síðuna hér
Staðan í Íslandsmótinu í Motocross er sem hér segir: