Bretinn Wayne Braybrook Gas Gas EC300 sigraði í hinu afar erfiða Hellsgate ofur Enduro sem framm fór á Ítaliu 10. febrúar.
Keppnin var jöfn og óvenju erfið að þessu sinni sannkallað Hellsgate. Það rigndi eldi og brennisteini í samfellt 2 daga fyrir keppnina sem gerði aðstæður afar erfiðar og einungis 7 keppendur
luku keppni.
Keppnin í ár var sú erfiðasta hingað til, rigning í 2 daga gerði jarðveginn afar hálan og grip lítinn.
Þegar leið á keppnina voru 3 ökumenn sem áttu möguleika á að sigra, , Paul, Simone og Wayne.
Wayne datt eftir 8 km, brákaði fingur og varð að koma inn og láta lækni athuga sig, en vann svo jafnt og þétt á andstæðinga sína og stóð uppi sem sigurverari.
Sigurvegari Bretinn Wayne Braybrook Gas Gas, annar Bretinn Paul Edmondsson og þriðji er Ítalinn Simone Albergoni á Yamaha
Úrslit:
1 Braybrook Wayne . E3 Gas Gas 300 Gas Gas UK
2 Edmondson Paul . E1 250 Maximum Solutions Of
3 Albergoni Simone . E2 Yamaha 450 Ufo Yamaha
4 Botturi Alessandro . E2 Honda HM Zanardo
5 Eyries Gregory . E1 WRF 250 FMF Sport group
6 Lettenbichler Andreas . E2 GasGas 250 Goasstall-racing team
7 Sembenini Piero . TRIAL Beta 270
Loksins sigur fyrir Bretan Wayne Braybrook Gas Gas EC300, en hann er mjög vaxandi ofur Enduro ökumaður.
Wayne sem var annar bæði í Erzberg enduro keppninni og Last Man Standing þar sem aðeins hann og landi hans David Knight luku keppni.
Bretinn David Knight tók því miður ekki þátt að þessu sinni þar sem hann var að keppa í annari keppni, Touquet strandkeppninni.