Framkvæmdir í Álfsnesi

Undanfarna daga hafa Hjörtur og Óli unnið af krafti í brautinni á Álfsnesi við að dýpka skurði og losa vatn af brautarsvæðinu. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þeir búnir grafa djúpa skurði á nokkrum stöðum meðfram brautinni og nýta efnið til að hækka brautina á móti.

 
Hugsanlega verður brautinni breytt nokkuð samhliða þessum framkvæmdum til að losna við staði sem þorna seint og þar sem er stutt niður á grjót. Til verksins fengum við öfluga beltagröfu frá Heklu sem við greiðum fyrir með uppsetningu auglýsingaskilta og borgum því aðeins fyrir olíu. Þetta eru frábær kjör og full ástæða til að þakka Heklumönnum fyrir greiðann. Með þessu ætti brautin að vera tilbúin til notkunar í vor mun fyrr en undanfarin ár.

Skildu eftir svar