Sjaldan er ein báran stök. Bolaalda og vökvun.

Eins og flesti vita þá er rekstur á íþróttafélagi eins og VÍK töluvert kostnaðarsamur. Ýmislegt gefur okkur tekjur svo sem Klausturskeppnin, styrkir frá Reykjavíkurborg sem og félagsgjöld + brautargjöld, sem duga þó ekki til þegar svona kemur upp. Undanfarin þrjú ár hafa verið okkur frekar þung í rekstri þar sem vatnskerfið í Bolaöldu var komið til ára sinna og hafa dælur þar verið að gefa sig. Hellst hefðum við viljað endurnýja allt og gera flott en það hefur ekki verið fjárhagslega hægt.  Eftir vorið fórum við út í töluverðar endurbætur á stóru brautinni í Bolaöldum. Í framhaldi af því vorum við að græja vökvunarkerfið. Ekki var heppnin með okkur þar 🙁  Dælan sem sér um þann hluta kerfisins bræddi úr sér eftir dygga 8 ára vinnu. Ný dæla kostar hátt í eina milljón. Við tókum frekar þann kost að gera upp gömlu dæluna með kostnaði upp á 1/2 milljón. Reyndar tekur það okkur um tvær vikur að fá varahluti. Þar af leiðandi getum við ekki haft brautina opna nema þegar sjálfvirka vökvunarkerfið ( rigningin ) sér um sitt hlutverk.

Brautin er opin í dag frá kl 17:00 – 22:00 Ný vökvuð með sjálfvirka kerfinu.

MUNIÐ EFTIR MIÐUNUM OG EÐA ÁRSKORTUNUM. Við þurfum jú einhvern veginn að borga viðgerð á dælunni.

STJÓRNIN.

ÚRBRÆDDA DÆLAN.
ÚRBRÆDDA DÆLAN.

ALLT Í STEIK.
ALLT Í STEIK.

Skildu eftir svar