Tímar og úrslit í GFH enduroinu á Akureyri

MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT 19-39 ÚRSLIT 40-49 ÚRSLIT TVIMENNINGUR ÚRSLITÞað hafa oft verið fleiri keppendur á Akureyri en þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda svæðið algjörlega frábært til að halda endurokeppni.Veðrið tók á sig ýmsar myndir til að byrja með en fljótlega eftir start lét sólin sjá sig og var dagurinn því með besta móti þegar upp var staðið. Sumarið hefur reyndar látið bíða eftir sér þannig að talsverð bleyta og drulla var efst í brautinni. Prufuhringur tók td. 45 mínútur þar sem menn voru að prófa hina og þessa staði til að festa sig. Í fyrri umferðinni gekk á ýmsu og voru menn að lenda í smá basli með sandbrekkurnar ásamt því að drullan tók sinn toll.

Guðbjartur Magnússon tók strax forystuna í meistaraflokki allt þar til hjólið fór að stríða honum og kúplingin yfirgaf hann. Hann náði þó öðru sætinu með flottum akstri en Sölvi Borgar hirti fyrsta sætið en Valdimar Þórðarson skilaði sér í það þriðja YZ500 tvígengissleggju. Annað eins hjól hefur ekki sést í keppni frá því Ragnar Ingi Stefánsson keppti á Argnold KX500 hérna um árið.

Í annarri umferð sneri Guðbjartur við blaðinu og keppti á varahjólinu og hreinlega yfirgaf aðra keppendur. Sölvi varð í öðru sæti og Valdimar í þriðja sæti. Í flokki 19-39 sigraði Baldvin Gunnarsson og í 40-49 ára flokknum var það Gunnlaugur Rafn Björnsson sem varð fyrstur. Tvímenningsflokk sigruðu bræðurnir Einar og Bjarki Sigurðssynir með flottri keyrslu.

KKA menn skiluðu sínu faglega eins og alltaf og brautin innihélt allt það sem góð GFH-enduro braut þarf til að bera. Það eina sem skyggði á daginn var hversu lítil skráning var í keppnina og eins það hversu margir skráðir keppendur létu ekki sjá sig á keppnisdag án þess að afboða sig.  Þeir sem mættu áttu hins vegar flestir bara skrambi góðan dag á Akureyri.

Úrslit úr hvorri umferð eru hér, frekar hrátt í útliti sem skrifast á annir undirritaðs, gerist ekki aftur 😉

Heildarúrslit allir flokkar 1. umferð

Heildarúrslit allir flokkar 2. umferð

19-39 ÚRSLIT

40-49 ÚRSLIT

TVIMENNINGUR ÚRSLIT

MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT

Skildu eftir svar