Kraftur fyrir austan

Vélhjólamenn fyrir austan eru tilbúnir að bretta upp ermar ef bæjarstjórnin kemur á móts við þá eða eins og sést á mbl.is:
Vélhjólamenn afhentu bæjarstjórn Fjarðabyggðar í dag áskorun um að hefja nú þegar vinnu við uppbyggingu brautar fyrir torfæruhjól í Norðfirði. Eigendur vélhjóla og fjórhjóla fjölmenntu að bæjarstjórnarskrifstofunum í Neskaupstað og gáfu hjólunum inn til að undirstrika kröfur sínar.

Í áskorun, sem afhent var, kemur fram að um 30 torfæruhjól séu nú í Neskaupstað og en aðstaða sé engin þar sem að hjólin séu ólögleg á þjóðvegum og akstur utan vega á Íslandi sé bannaður.

Sjá fréttina (og athyglisverðar athugasemdir í bloggfærslum)


Skildu eftir svar