GFHE Hella fór fram síðastliðinn laugardag. Dagurinn tókst vel til og engin slys urðu á keppendum. Brautin var mjög þurr þetta árið en það var ekki annað að sjá en að keppendur skemmtu sér mjög vel og er tilganginum þá náð.
Hér neðst er linkur á heildartíma og úrslit keppninnar. Þess má geta að úrslit í einum flokki réðust ekki af heildarakstri dagsins þar sem einn keppandinn gleymdi að stimpla einn hring inn í kerfið hjá sér. Þannig að það fer ekkert á milli mála að einbeitingin við akstur hjólanna hefur verið ansi mikil þennan daginn.
Mig langar að þakka öllum þeim sem komu að keppninni með einum eða öðrum hætti og aðstoðuðu okkur í VÍK við að gera svona keppni mögulega. Við þökkum Kára Rafni og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu fyrir að sjá til þess að við megum halda þessa keppni á þessu svæði sem og fyrir að vaka yfir okkur og vera tilbúin að bregðast við ef að slys skyldi bera að.
Mig langar líka að þakka Atla Má fyrir að koma og leggja línurnar með stjórninni, bókstaflega, sem og Gulla flugmanni. Einnig vill ég þakka þeim sem komu í keppnislögregluna og Bínu fyrir að vera með vökul augu og aðstoð við verðlaunaafhendingu.
Heildarúrslitin eru hérna >>> Hella-2016-Final 2
Við minnum svo bara á að skráningu á Klaustur fer að ljúka. Við sjáumst á Klaustri.