Laugardaginn 27. ágúst 2016 fer fram síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocross í Bolaöldu. Dagskrána má sjá HÉR.
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 fer fram síðasta umferðin í Íslandsmótinu í enduro í Bolaöldu. Dagskrána má sjá HÉR.
Þetta eru síðustu forvöð til þess að ná að keppa í Íslandsmóti 2016. Hérna ráðast úrslit í öllum flokkum í báðum greinum.
Ef þú hefur áhuga á keppnishaldi er þér klárlega velkomið að koma og aðstoða okkur við það. Hvort sem það er til þess að sjá það af meiri dýpt áður en þú kemur og keppir sjálf/ur eða bara af áhuga á því að leggja hönd á plóg. Á keppnisdag í motocross-inu vantar flaggara. Á keppnisdag í enduroinu vantar okkur „race police“. Í vikunni fyrir keppni þurfum við hendur í að klára brautirnar. Ef þú hefur áhuga á að koma að einhverju af þessu með okkur, þá skaltu hafa samband við okkur í vik@motocross.is eða tala við einhvern úr stjórninni.
Svo hvetjum við að sjálfsögðu alla til þess að mæta og horfa á sem eru ekki að hjóla. Þetta er rétt fyrir utan borgina og það er alveg nauðsynlegt að fá sér smá súrefni og náttúru af og til. Svo skemmir ekki fyrir að motocross-tækni og -geta er á uppleið á Íslandi. Í yngstu flokkunum eru keppendur sem hafa verið að hjóla síðan þeir voru smábörn og hafa verið að æfa innandyra með þjálfurum á veturna. Í MX2 og open erum við með einstakling með keppnisreynslu úr keppnisliði í Evrópu. Sá einstaklingur er búinn að vera með hóp af krökkum á æfingum í allt sumar sem eru að keppa í hinum ýmsu flokkum.
„When you’re racing, you’re living. Everything else is just waiting.“
Einhver mótorhaus