Enduró keppnin á Hellu
Hér fyrir neðan eru uppfærðar sérreglur fyrir endurokeppnina á Hellu sem verður haldin 12. mai 2007. Menn eru hvattir til að kynna sér þær vel. Skráning verður svo auglýst strax og hún hefst.
Enduro þolaksturskeppni v/ Hellu. 12.05.2007 1. & 2. umferð
Framkvæmdastjórn: Mótsnefnd AÍH – Torfæruhjóladeild
Keppnisstjóri: Aron Reynisson
Brautarstjóri: Kristján Geir Mathiesen
Öryggisfulltrúi: Stefán Jóhannesson
Tímavörður: Einar Smárason / Hákon Ásgeirsson
Ábyrgðarmaður Kristján Geir Mathiesen kt: 050570-5849 (GSM 862-5679)
Dómnefnd: Kjartan Kjartansson, Páll Jónsson, Hákon Ásgeirsson.
Læknir: Mannaður sjúkrabíll.
Endurokeppnin er í landi Landgræðslunnar og verða allir að haga sér samkvæmt því. Þetta á við um keppendur, aðstoðarmenn, starfsmenn keppninnar og áhorfendur. Með tilvísun í keppnisreglur í enduro má ekki aka keppnisbrautina fyrir keppni (sjá reglur n.o. 6.1.1) og getur orðið til þess að viðkomandi keppandi fái ekki að vera með í þessari keppni. Áhorfendur eru beðnir um að virða landið þar sem þessi keppni er á friðuðu landi með því að aka ekki utan vega við keppnissvæðið. Aðeins er leyft að aka í þessari keppnisbraut í einn dag og eru það tilmæli keppnisstjórnar að menn virði það. Leyfi landeiganda miðast við þessar takmarkanir. Aðeins keppendur og starfsmenn tengdir henni fá að vera á mótorhjólum á keppnissvæðinu
Keppt er eftir Enduro reglum MSÍ og er keppendum er bent á að kynna sér. Þær er að finna vinstramegin á síðunni undir Keppnisreglur og lög VÍK. Þar sem þessar reglur ná ekki til gilda alþjóðlegar reglur FIM. Keppendum er skilt að fylla út og skila inn við skoðun “þáttökuyfirlýsingu” sem er að finna á www.motocross.is undir keppnisreglur / Þátttökuyfirlýsing.
Framkvæmd keppninnar.
Keppendum ber að mæta á keppnissvæðið eftir tímatöflu og vera mættir í skoðun á réttum tíma. Fyrir hverja byrjaða mínútu sem mætt er of seint í skoðun er er 1 mínúta tekin út sem víti eftir fyrsta hring.
Flokkaskipting
Flokkaskipting Enduro Íslandsmót 2006 (FIM reglur)
Meistaradeild:
E1 100cc til 125cc 2-Stroke 175cc til 250cc 4-Stroke
E2 175cc til 250cc 2-Stroke 290cc til 450cc 4-Stroke
E3 290cc til 500cc 2-Stroke 475cc til 650cc 4-Stroke
Veittir bikarar fyrir 3 efstu sætin eftir daginn og er skyldumæting fyrir 3 efstu í verðlaunaafhendingu. Einnig eru 3 flokkaverðlaun.
“Tvímenningur” 2 ökumenn á 1 eða 2 keppnishjólum með 1 tímatökusendir Hjólastærð 125cc – 650cc
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin eftir daginn og er skyldumæting fyrir 3 efstu í verðlaunaafhendingu.
B deild:
Opin flokkur / öll hjól / 80cc – 650cc
Veittir bikarar fyrir 3 efstu sætin eftir daginn og er skyldumæting fyrir 3 efstu sæti í verðlaunaafhendingu.
Ræsing
Allar umferðir dagsins verða ræstar með hópstarti.
Baldursdeild ekur 2 umferðir á keppnisdag í 45 mínútur. Fyrsti keppandi er flaggaður út sem sigurvegari að 45 mínútum liðnum.
Meistaradeild ekur 2 umferðir á keppnisdag í 90 mínútur. Fyrsti keppandi er flaggaður út sem sigurvegari að 90 mínútum liðnum.
“Tvímenningur ekur 2 umferðir á keppnisdag í 89 mínútur. Fyrstu í tvímenning eru flaggaðir út að 89 mínútum liðnum.
Prufuhringur og keppnisleið
Ekki er ekinn prufuhringur. Keppnisleið er mörkuð með stikum, dekkjum, hliðum og borðum. Þar sem aðeins ein stika stendur gildir 5 metra reglan (ekki fjær stiku en 5 metra). Keppandi sem sleppir hliði fær 1 mínútu í refsingu í formi vítis.
Skyldur keppenda / tímataka / úrslit
Keppendum er skylt að mæta í skoðun á réttum tíma og fara eftir fyrirmælum keppnisstjórnar. Klukka keppnisstjórnar er alltaf rétt. Aðstoðarmenn eru á ábyrgð keppanda og ber þeim að ganga um keppnissvæðið vel og skilja ekki eftir rusl. Keppnislið / aðstoðarmenn sem sýna ekki keppnisstjórn og starfsmönnum keppninnar háttvísi eiga á hættu refsingu sem keppandi tekur út. Gáleysislegur akstur og eða hraðakstur á viðgerðasvæði getur varðað refsingu í formi tímavítis. Keppendur þurfa að verða sér út um tímatökusenda MSÍ. Úrslit úr hverri umferð verða hengd upp á bíl tímavarðar að lokinni umferð, kærufrestur er 30 mínútur eftir að úrslit hafa verið birt.
Aðgangur að svæði
Allir aðrir en keppendur greiða aðgangseyri að svæðinu 500kr.
Verðlaunaafhending
Keppandi sem unnið hefur til verðlauna og mætir ekki á verðlaunaafhendingu missir sæti sitt og næsti keppandi færist upp. Keppendur geta fengið leyfi til að yfirgefa keppnissvæði áður en verðlaunaafhending fer fram hjá keppnisstjóra ef rík ástæða er til. Verðlaunaafhending fer fram á keppnissvæðinu kl: 16:45
Tímatöflur vegna keppninnar.
Mæting og skoðun
Mæting: | Skoðun hjól |
Nr.101- og liðakeppni | 09:00 |
nr: 1 – 100 | 09:15 |
Fundur með keppendum kl. 09:45
Flokkur: | Röðun á ráslínu: | Keppni hefst: | Keppni líkur: | Aksturstími: |
Baldursdeild 1 | 10:00 | 10:15 | 11:00 | 45 mín. |
Meistaradeild 1 | 11:15 | 11:30 | 13:00 | 90 mín. |
Tvímenningur 1 | 11:15 | 11:31 | 13:00 | 89 mín. |
Baldursdeild 2 | 13:15 | 13:30 | 14:15 | 45 mín. |
Meistaradeild 2 | 14:30 | 14:45 | 16:15 | 90 mín. |
Tvímenningur 2 | 14:30 | 14:46 | 16:15 | 89 mín. |
Verðlaun: | 16:45 |
Hafnarfirði, 01.05.2007
Mótsnefnd AÍH.