Hella – brautarlagning

Við þurfum nokkra vaska einstaklinga í lið með okkur um helgina til þess að leggja brautina fyrir komandi keppni sem verður 6. maí.

Fyrir þá/þær sem komast í brautarlagningu er mæting á Hellusvæðinu upp úr kl. 10 um morguninn. Vinnan hefst þá og er allt í lagi ef einhver mætir seinna svo lengi sem viðkomandi mætir og aðstoðar. Skilyrði fyrir þátttöku er að mæta með bakpoka og sleggju/slaghamar til þess að reka niður stikur. Guðbjartur „Guggi“ Stefánsson er í forsvari fyrir hópinn sem fer. Þau ykkar sem komast mættuð gjarnan láta hann eða einhvern annan úr stjórn vita.

Þess ber að geta að allur akstur á svæðinu er stranglega bannaður. Við fáum bara undanþágu fyrir keppni þetta eina skipti á ári og það getur eyðilagt það fyrir okkur ef fólk stelst til þess að hjóla á svæðinu utan keppni.

Komdu bara og kepptu og fáðu útrás þar. 😉

Stjórnin

Skildu eftir svar