Þar sem veðrið er ekki mjög spennandi í dag ætlum við að færa brautarlagningu yfir á morgundaginn, sunnudaginn 30.4.
Þá verður sama prógram og þeir/þær sem komast mega endilega láta okkur í stjórninni vita svo að við vitum hvaða mannskap við höfum.
Á sama tíma er þetta hálfgert neyðarkall. Við fengum ekki mikil viðbrögð við fyrri auglýsingu og án þess að nokkur komist að leggja braut verður engin braut. Ef það verður engin braut, þá verður engin keppni.
Leggjumst saman á þetta verkefni svo að það sé hægt að halda skemmtilega keppni. Þau sem mæta í brautarlagningu búa augljóslega yfir þeirri yfirhönd að hafa prófað brautina. Mætum saman á morgun og hendum þessari braut upp. Það væri flott ef þetta væri 10 manna hópur.
Svo ættuð þið endilega að skrá ykkur í keppnina líka og draga vinina og vinkonurnar með í hana. 🙂
Stjórnin (ekki með Siggu og Grétari)