Armbönd / tímatökubólur – Núna í ár þarf enginn að græja armband fyrir tímatökubóluna á Klaustri. Við erum með ný armbönd sem bólurnar eru í. Armböndin eru númeruð. Þegar þið sækið bólurnar að morgni laugardags, mætið tímanlega, þá takið þið armband með keppnisnúmerinu sem þið fenguð fyrir Klaustur. T.d. er þið eruð fremst í þrímenning, þá takið þið armband númer 300. Við erum reyndar bara með armbönd upp í 600. Þess vegna eru keppendur í járnflokkum með sitt númer í 100 en ekki í 1000. Þannig að fyrsti keppandi í járnflokki er með armband númer 100.
Hérna að ofan getið þið sé mynd af startinu. Finnið á myndinni í hvaða röð þið eruð út frá númerinu ykkar. Það eru 15 keppendur á hverri línu. Vinsamlegast athugið ef þið eruð að koma nálægt þessari keppni í fyrsta skiptið. Einungis einn liðsmaður tekur startið og keyrir í brautinni í einu. Sama röð og er í startinu gildir um skiptisvæðið. Ef þið eruð á fremstu línu eruð þið á fyrsta skiptisvæðinu sem er lengst frá brúnni. Keppendur í járnflokki eru með tvö síðustu svæðin. Vinsamlegast athugið að keppendur í járnflokkum hafa einir heimild til þess að fá aðstoð og til þess að sinna hjóli og knapa á skiptisvæði. Viðgerðir, bensín, næring, gleraugu og hvað annað er óheimlt fyrir aðra keppendur á skiptisvæði. Allt slíkt á að eiga sér stað inni í pit. Keppendur eiga yfir höfði sér víti ef sú regla er brotin.
Tölum svo bara saman ef það er eitthvað og höfum gaman. Við erum eingöngu að þessu til þess. 🙂