Ryan Huges vann fjórðu umferð WORCS um helgina, og er það þriðji sigur hanns í röð. Hann hefur nú 19 stiga forystu á Kurt Caselli. Caselli var fyrstur eftir fyrsta hring, en Huges seig svo fram úr og hélt forystunni eftir það. Caselli kom í mark 12 sek á eftir Huges í annað sætið og Nathan Woods náði þriðja eftir að hafa misst úr síðustu keppni vegna brotinnar handar.
Þegar Huges var í góðum gír að byggja upp forystu átti Caselli í vandræðum og féll aftur í fimmta sæti. " Mér leið ekki vel fyrstu 45 mínúturnar, ég var ekki að ná rétta taktinum og pumpaðist aðeins upp " sagði Caselli. En þegar armpumpið hvarf og takturinn kom náði hann að auka hraðann til muna og náði öllum aftur nema Huges sem eins og áður sagði, sigraði.