Eftir samtal við ábúendur á Ásgarði á Kirkjubæjarklaustri, hefur VÍK í samráði við ábúendur, ákveðið að halda ekki Klaustur í ár.
Við hjá VÍK höfum undanfarin tvö ár einbeitt okkur að íslandsmótinu og munum halda 3 keppnir af 5 í ár. Keppnirnar sem VÍK mun sjá um verða á Syðra langholti „Flúðum“, Jaðar og svo verður ein keppni í Bolaöldu eftir töluvert hlé, Einnig munum við aðstoða Víkursport með keppnina sem haldin verður á VÍK.
Það verður nóg að gerast hjá okkur í ár og erum við endalaust að ræða nýja og spennandi hluti sem hægt er að gera í kringum sportið, jafnvel grimm 4 tíma keppni í Bolaöldu.
Víkinga Bolaöldu er að sjálfsögðu á dagskrá stærri og betri og svakalegri en áður, svo verður brjálað stuð í kringum ENDURO FYRIR ALLA !!!
Með bestu kveðju: Stjórn VÍK