Var að koma upp fyrirspurn um hvort einhver gæti hugsað sér að taka að sér og keppa með breskum liðsfélaga á Klaustri. Um ræðir breska stúlku sem er þokkalegur ökumaður og hefur keppt í MX í Bretlandi. Hún heitir Laura og fyrir utan að kunna að keyra mótorhjól þá er hún mjög almennileg og skemmtileg. Hún er
vinkona Sean Lawless, ritstjóra Dirt Bike Rider, sem er væntanlegur á Klaustur og keppir með Yamaha liðinu á tvígengis YZ 250 ofur-hrísgrjónabrennara. Sú hugmynd kom upp hvort hér finndist íslenskur liðsfélagi fyrir þessa flottu stelpu. Ef einhver hefur áhuga endilega sendið línu á spitfire@itn.is. Kv 4