Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands (MSÍ) var stofnað í lok árs 2006, en sambandið vinnur að hagsmunamálum mótorhjóla- og snjósleðafólks á landsvísu. Fljótlega eftir stofnun sambandsins var sett á laggirnar umhverfisnefnd. Eitt af fyrstu verkum nefndarinnar var endurskoðun námskrár fyrir bifhjólaréttindi, en það er mat nefndarinnar að aukinn fjöldi endúróhjóla, mótókrosshjóla og trialshjóla í hjólaflota landans kalli á nýja nálgun í bifhjólakennslu.
Núgildandi námsskrá hefur það að markmiði að auka umferðaröryggi í landinu, og því miðast kennsluefnið að mestu leiti við þjóðvegaakstur og rétt viðbrögð bifhjólafólks í almennri umferð. Akstur þeirra hjóla sem nefnd voru hér að ofan fer oftast fram utan malbikaða hluta þjóðvegakerfisins, t.d. á vegslóðum á láglendi og fjallvegum, þar sem taka þarf tillit til annara þátta en í hefðbundnum þjóðvegaakstri. Má þar t.d. nefnda tilitsemi við gangandi og ríðandi notendur, auk þess sem sýna þarf landinu tillitsemi. Samstarf við hjólafólk er mjög mikilvægt í vinnu sem þessari; athugasemdir við tillögur nefndarinnar eru því vel þegnar. Á www.geokobbi.com/namskra.doc má nálgst námsskránna eins og nefndin leggur til að hún verði (breytingar eru feitletraðar–undirstrikað). Vinsamlegast sendið athugasemdir á jakob(at)geokobbi.com fyrir sunnudaginn 22 apríl. Þeir sem hafa áhuga á að vinna með nefndinni er einnig bent á að hafa samband.
Með hjólakveðju, Umhverfisnefnd MSÍ.