Motocross.is: Sæll Viktor og velkominn heim. Hvernig gekk í Ameríku?
Viktor: Það gekk bara mjög vel. Þetta var rosa skemmtilegt.
mx.is: Hvert fórstu og hvað gerðist?
Viktor: Ég fór til Philadelphiu með pabba og sóttum Honda CRF150 hjólið sem við vorum búnir að kaupa. Þar hittum við líka Eric hjá Crossroad powersports sem sponsorar mig og einnig Mike hjá RRP sem sponsorar mig einnig. Eftir það hittum við Greg sem er Frakki og er atvinnumaður í motocross. Hann hefur verið að keppa í 15 ár og er rosalega góður. Hann ætlaði að hjálpa mér að æfa og finna brautir, þannig að við byrjuðum bara strax.
mx.is: Hvernig var æfingaprógrammið?
Viktor: Við fórum á reiðhjóli klukkan 07:30 og hjóluðum til 10 á morgnana. Við tókum um 50 km hring, svo var farið í æfinga motocross braut í ca. 4 klst og svo léttar æfingar í ræktinni um kvöldið.
mx.is: Í hvaða brautum varstu aðallega?
Viktor: Dublin gap er frábær braut, þar reyndar braut ég á mér þumalputtann tveimur dögum fyrir fyrstu keppnina. Sú keppni var á Sleepy Hollow MX Park.
mx.is: …og slepptirðu þá keppninni?
Viktor: Nei, ég ákvað að keppa og teipaði puttann fastan og tók verkjapillur. Ég keppti í tveimur flokkum, Super Mini sem er 12-15 ára og Schoolboy sem er 13-18 ára 85-450cc. Ég endaði í 2.sæti í báðum flokkum og tók holeshotið í báðum flokkunum.
Við vorum svo ánægðir með árangurinn og ákváðum að keppa helgina á eftir í annarri keppni í Englishtown Raceway motopark sem er AMA international keppni. Brautin er rosalega flott og keppendurnir voru um 500.
mx.is: Hvernig gekk þar?
Viktor: Það gekk líka vel. Keppt var bæði laugardag og sunnudag. Á laugardeginum var fínt veður, sól og blíða en á sunnudaginn ringdi svakalega mikið og auðvitað varð algjör drullukeppni. Ég tók holeshotið þar líka en endaði í 6.sæti. Það dugði mér til að fá keppnisrétt á Loretta Lynn’s sem er stærsta áhugamannamótið í Bandaríkjunum, í lok júní.
mx.is: og hvað er framhaldið?
Viktor: Ég er ákveðinn á að fara aftur út í vor um leið og skólinn klárast. Ég ætla að æfa og keppa í allt sumar og verð með 2 hjól til að keppa á. Það verður keppni um hverja helgi og æft 4 sinnum í viku.
mx.is: til hamingju með þennan frábæra árangur og gangi þér vel í sumar
Viktor: takk, sjáumst.
Landvinningar í USA
Viktor Guðbergsson, einn af okkar efnilegustu ökumönnum, fór til USA um páskana til að hjóla. Við náðum af honum tali og viðtalið má sjá hér að neðan.