Viðburður: þolakstursmót á torfæruvélhjólum. 1 & 2 umferð íslandsmótsins
í Enduro.
Staður & Stund: Í landi Gunnarsholts, Hellu, 12.05.2007. Keppni hefst
kl 11:30.
Skipuleggjendur: AÍH og MSÍ.
Þátttakendur: ca.100 keppendur.
Braut: Gras, mold, sandur.
Á laugardaginn 12 maí næstkomandi mun fara fram fyrsta þolakstursmót sumarsins á torfæruvélhjólum.
Keppnin fer þannig fram að keppendum í meistaraflokk og tvímenning er startað saman og Baldursdeild (byrjendaflokki) sér. Keppendur í meistaraflokk aka síðan brautina í 3 tíma en ökumenn í tvímenningskeppni geta skipt akstrinum á milli sín milli hringja. Baldursdeild keyrir í 2 tíma. Sá sigrar sem flesta hringi ekur á þessum tíma. Brautin er lögð á svæði þar sem torfærukeppnir á jeppum hafa verið haldnar undanfarna áratugi. Brautin er að mestu í sandi og í henni eru erfiðar þrautir og langar sandbrekkur. Lengd brautarinnar er um 7 kílómetrar og það tekur hröðustu ökumennina um 9 mínútur að keyra hvern hring. Keppnissvæðið er mjög áhorfendavænt og hægt er að hafa yfirsýn yfir mestan hluta svæðisins frá miðju svæðisins. Spennandi verður að fylgjast með hvort Íslandsmeistari síðasta árs Kári Jónsson kemur eins sterkur til leiks og hann gerði á síðasta ári. Mikill fjöldi ungra og efnilegra keppenda er að færa sig upp í meistaraflokk og má því búast við harðri keppni.