Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig.
Keppnin var haldin af Vélhjólaíþróttafélaginu VÍK í samvinnu við MSÍ og var blíðskaparveður og aðstæður góðar. Brautin var reyndar frekar þung og blaut eftir rigningar síðustu daga en þó hin ágætasta.
Úrslit í öðrum flokkum voru eftirfarandi: (nákvæmari úrslit má finna hér)
85cc flokkur (frá 12 ára)
- Eyþór Reynisson 50 stig
- Luke Capsticks (U.K.) 42 stig
- Jón Bjarni Einarsson 38 stig
85cc flokkur kvenna (frá 12 ára)
- Stacey Marie Fisher (U.K.) 50 stig
- Bryndís Einarsdóttir 44 stig
- Margrét Mjöll Sverrisdóttir 30 stig
Opinn flokkur kvenna
- Karen Arnardóttir 50 stig
- Sandra Júlíusdóttir 38 stig
- Anita Hauksdóttir 38 stig
- Margrét Erla Júlíusdóttir 38 stig
MX-B flokkur
- Jónas Stefánsson 50 stig
- Atli Már Guðnason 44 stig
- Ellert Ágúst Pálsson 38 stig
MX Unglingaflokkur (frá 14 ára)
- Heiðar Grétarsson 75 stig
- Sölvi Sveinsson 52 stig
- Helgi Már Hrafnkelsson 52 stig
MX2
- Brynjar Þór Gunnarsson 31 stig
- Pálmi G. Baldursson 16 stig
- Ágúst Már Viggósson 12 stig
MX1
- Kári Jónsson 72 stig
- Einar Sverrir Sigurðarson 64 stig
- Hjálmar Jónsson 57 stig