Íslandsmót í enduro á Akureyri á laugardag

KKA og MSÍ halda íslandsmót í enduro á laugardaginn við félagssvæði KKA fyrir ofan Akureyri….


Þolakstursmót á torfæruvélhjólum.  3 og 4 umferð íslandsmótsins í Enduro haldið á Akureyri.

Skipuleggjendur eru KKA akstursíþróttafélag og MSÍ.

Á laugardaginn 16 júní næstkomandi mun fara fram annað þolakstursmót sumarsins á torfæruvélhjólum. Keppnin fer þannig fram að keppendum í meistaraflokki  og tvímenningi er startað saman og Baldursdeild (byrjendaflokki) sér. Keppendur í meistaraflokk i  aka síðan brautina í 3 tíma en ökumenn í tvímenningskeppni geta skipt akstrinum á milli sín milli hringja. Baldursdeild keyrir í 2 tíma. Sá sigrar sem flesta hringi ekur á þessum tíma. Brautin er lögð á akstursíþróttasvæði KKA fyrir ofan Akureyri.  Keppnissvæðið er mjög áhorfendavænt og hægt er að hafa yfirsýn yfir mestan hluta svæðis.  Fyrsta mót sumarsins var haldið á Hellu, var það gríðalega spennandi og enduðu Kári Jónsson og Einar Sigurðarsson með jafn mörg stig.
Reiknað er með miklum  fjölda keppanda, en á síðasta móti voru þeir 150.
 
Tímatöflur vegna keppninnar.

Mæting og skoðun:
Nr.101- og liðakeppni kl. 09:00

Nr: 1 – 100 kl. 09:15

Fundur með keppendum kl. 09:45

Verðlaunaafhending kl. 16:45

Akureyri 12.júní 2007

KKA akstursíþróttafélag – mótanefnd.

Nánari upplýsingar eru vef KKA á www.kka.is

Skildu eftir svar