Morgunblaðið birti um daginn þessa frétt af mótorhjólamanni sem ók á torfæruhjóli innanbæjar. Vefurinn vill minna menn á að hjóla ekki á torfæruhjólum innanbæjar heldur á þar til gerðum brautum með viðeigandi öryggisbúnað. Hér til vinstri eru tenglar inná fróðleik um þessi mál undir fyrirsögninni "að hjóla".
Ungur karlmaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hann keyrði torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl innanbæjar á tíunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi fótbrotnaði maðurinn en slapp vel að öðru leyti. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og hjólinu sem var bæði óskráð og ótryggt. Vart þarf að taka fram að ólöglegt er að aka slíkum hjólum á götum bæjarins.