Vil endilega koma á framfæri mínum hugrenningum um undirbúning brauta bæði fyrir keppnir og æfingar!
Nú er ný afstaðin önnur umferð Íslandsmótsins á Ólafsvík og verð ég að segja eins og er að eftir því sem álagið á brautirnar eykst verður þeim mun mikilvægara að brautirnar séu vel undirbúnar og finnst mér hafa verið töluverður misbrestur á því.
Það sem alltaf virðist vera gert er að það er ekki farið nógu langt ofaní grunn brautanna þegar verið er að
slétta þær, bara því lausa efni sem er ofan á ýtt ofaní holurnar og allt lítur frábærlega út. En um leið og byrjað er að keyra koma gömlu ónýtu holurnar í ljós oftast skakkt slitnar og óreglulegar sem gerir það að verkum að slysahættan eykst verulega og skemmtunin minnkar að sama skapi.
Nú vil ég ekki setja út á þá vinnu sem menn leggja á sig við að undirbúa þessar brautir sem oftar en ekki er sjálfboðavinna og kannski aldrei eins vel metin og ætti að vera, en fyrir mér er þetta spurning um aðferðir.
Þetta var raunin um síðustu helgi á Ólafsvík, síðasta haust í Sólbrekku og á Akureyri í fyrra.
Þetta kann að virðist vera væl en þetta er spurning um að hafa gaman af sportinu og minnka slysahættuna. En eins og allir vita þá verða holurnar þeim mun erfiðari eftir því sem þær verða eldri – nýjar holur slitna yfirleitt þvert á akstursstefnu og kasta því ekki hjólunum eins mikið til hliðar eins og eldri holur og kantar.
Það má líka gera að því skóna hvort ekki eigi að taka í það tíman og lagfæra verstu kaflana á milli umferða eins og reyndar var gert á Ólafsvík um síðustu helgi!
Það má líka minna flaggara á að týna þau grjót sem sjáanleg eru á milli motoa en það er tiltölulega lítið mál fyrir flaggar að kippa burt verstu grjótunum sem þeir hafa sjálfsagt verið að horfa á í heila umferð og spáð í hversu gott væri fyrir keppendur að losna við það..
Með von um jákvæðar umræður.
Kv Raggi