Fyrsta keppnin sem haldin var á nýlegri braut á Sauðárkrók var haldin í gær. Keppt var í 5 flokkum og var nokkuð góð mæting. Einar S Sigurðarson sigraði í MX1 flokki, Gylfi Freyr Guðmundsson vann í MX2, Kristófer Finnsson vann í MX unglinga, Eyþór Reynisson í 85 flokki og Signý Stefánsdóttir í kvennaflokki.
Einar Sigurðarson sagði í viðtali við Motocross.is að aðstæður á Króknum hafi verið frábærar, brautin glæsileg og húsið og aðstæðan öll hin besta. Félagarnir í klúbbnum fyrir norðan leggja mikið á sig til að gera allt glæsilegt og þetta litla bæjarfélag nær yfir 50 manns í klúbbinn og flestir leggja hönd á plóginn. Einar bætti svo við: "Stemmningin var frábær á keppninni og veðrið einnig. Kræklingar eiga heiður skilinn"
Annars voru úrslitin svona:
MX1
- Einar S Sigurðarson 50
- Jóhann Ögri Elvarsson 44
- Gunnar Sigurðsson 40
- Sigurður Hjarta Magnússon 18
- Guðni Friðgeirsson 16
- Einar Bragason 0
MX2
- Gylfi Freyr Guðmundsson 50
- Brynjar Þór Gunnarsson 44
- Pálmi Georg Baldursson 40
- Gunnar Smári Reynaldsson 34
- Hákon Ingi Sveinbjörnsson 34
- Elfar Már Viggósson 30
- Sigurður Pétursson 27
- Unnar Sveinn Helgason 27
- Reynir Jónsson 12
MX Unglinga
- Kristófer Finnsson 50
- Sölvi B Sveinsson 42
- Sigurgeir Lúðvíksson 40
- Hafþór Grant 38
- Arnór Ísak Guðmundsson 32
- Jóhann Gunnlaugsson 29
- Brynjar Þór Gunnarsson 15
- Alexander Már Steinarsson 14
- Fannar Logi Kolbeinsson 13
- Steingrímur Örn Kristjánsson 12
- Sigurjón Leó Vilhjálmsson 0
85 Flokkur
- Eyþór Reynisson 50
- Bjarki Sigurðsson 44
- Kjartan Gunnarsson 40
- Guðmundur K NIkulásson 34
- Gylfi Andrésson 30
- Friðgeir Guðnason 30
- Brynjar Birgisson 25
- Pétur Örn Jóhannesson 25
- Jón Bjarni Einarsson 18
- Daníel Freyr Árnason 13
Kvennaflokkur
- Signý Stefánsdóttir 47
- Bryndís Einarsdóttir 47
- Oddný Stella Nikulásdóttir 40
- Björk Erlingsdóttir 36
- Helga Hlín Hákonardóttir 16