Ákveðið var að leggja til 500 þúsund krónur til stofnframkvæmda á torfærusvæði í landi Grafar rétt austan við Hellu á fundi hreppráðs Rangárþings ytra sem haldin var á Hellu þann 19. júlí síðastliðinn. Fyrir liggja drög að samningi um að Rangárþing ytra leigi svæðið af Landgræðslu ríkisins sem nýtt verði til akstursíþrótta.
„Við höfum verið að koma upp aksturssvæði síðan í haust. Þetta er svæði undir motorcross braut og Enduro braut. Við settum í þetta 500 þúsund krónur til þess að það væri hægt að byrja á brautinni. Aðal ástæðan fyrir því er að reyna að færa mótorhjóla akstur úr þorpinu. En það hefur verið til vandræða að mótorhjólamenn hafi verið að hjóla á göngustígum á Hellu og nokkrum sinnum legið við stórslysi. Þetta er okkar leið til að bregðast við þessu vandamáli. Flugbjörgunarsveitin á Hellu mun sjá um framkvæmdir og svæðið mun verða í þeirra umsjón“, segir Örn Þórðarson sveitarstjóri.
Tekið af vefnum sudurland.is