Tilkynning frá MSÍ

Þeir sem hafa lesið motocrossdagskrá og reglur MSÍ fyrir keppnistímabilið
2007 hafa væntanlega tekið eftir skiptingu sem átti að eiga sér stað í MX
unglingaflokki. Á keppnistímabilinu 2006 voru keppendur 


í MX
unglingaflokki flestir 36, því var áætlað að það myndi fjölga í flokknum.
Ákvörðun var því tekin að ef keppendur yrðu fleiri en 38 á ráslínu þá yrði
tímatakan notuð og 24 hröðustu færu í MX unglingaflokk og keyrðu þrjú moto
hinir færu í B – flokk og keyrðu tvö moto. Það var talið að þetta myndi
gefa byrjendum kost á að vera með án þess að stofna sjálfum sér og öðrum í
hættu. Reynslan hefur hinsvegar verið sú að það hefur frekar fækkað í MX
unglingaflokki heldur en hitt. Hugsanleg ástæða getur verið að MSÍ hafi
ekki kynt þetta fyrirkomulag nægjanlega vel.

MSÍ hefur því ákveðið fyrir síðustu umferð íslandsmótsins í motocross sem
verður haldið 1. september að hafa sérstaka skráningu í MX unglingalokk –
B. Fjöldi keppenda verður þó að ná minnst 38 til þess að skiptingin sé
framkvæmanleg og hægt sé að halda allmennilegt moto í þessum flokki.

Skildu eftir svar